loading...
loading...
97 niðurstöður fundust við leit að „Laun“ í Efni Visku
Engin þjóð í Evrópu metur háskólamenntun minna en Íslendingar – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Kaupmáttur fólks með meistaragráðu hefur dregist saman á öldinni og laun í atvinnugreinum sérfræðinga hækkað mun minna en framleiðni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Visku, sem birt er í tilefni baráttudags verkalýðsins.
Félagsfólki í Visku er boðið að koma saman í anddyri Bíó Paradísar og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.
Opnað hefur verið fyrir kosningar til stjórnar Visku og standa þær opnar þangað til 16. apríl kl. 12:00 á hádegi.
Opnað hefur verið fyrir framboð til stjórnar félagsins og er framboðsfrestur til og með 7. apríl.
Líkt og á síðasta ári býður Viska félagsfólki sínu upp á fræðslu og ráðgjöf vegna skila á skattframtali. Boðið verður upp á rafræn námskeið sem taka tillit til ólíkra hópa, hvort sem er launafólks eða sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Nýr kjarasamningur Visku og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.
Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undir kjarasamning til fjögurra ára.
Að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði meðfram háskólanámi getur verið krefjandi og það er margt sem þarf að huga að. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska stéttarfélag hafa tekið höndum saman til þess að tryggja hagsmuni háskólanema á vinnumarkaði.
85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað, og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku sem fór fram dagana 3.-13. janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar könnuninni. Viska hvetur stjórnvöld til að hlusta á starfsfólk stofnana og minnir á að sterkur ríkisrekstur byggir á góðum kjörum og öflugum mannauði.
Viska gerði nýjan heildarkjarasamning við Reykjavíkurborg 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki í síðustu viku og var kosið um hann meðal félagsfólks Visku sem starfar hjá Reykjavíkurborg.
Í dag skrifuðu Viska og samninganefnd Reykjavíkurborgar undir kjarasamning til fjögurra ára.
Fulltrúar Visku og Reykjavíkurborgar hafa setið tíða fundi síðustu vikurnar og eru viðræðurnar langt á veg komnar.
Viska og Félag atvinnurekenda (FA) undirrituðu í dag nýjan kjarasamning. Með þessum samningi verður til fyrsti kjarasamningurinn fyrir félagsfólk Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA en um leið er hann nýr valkostur fyrir háskólamenntaða sérfræðinga á þeim vettvangi.
Samninganefndir Visku og Reykjavíkurborgar funda með reglubundnum hætti þessa dagana og er góður gangur í viðræðunum.
Aðild að Visku veitir rétt til úthlutunar úr vísindasjóði félagsins, sem er hugsaður sem kaupauki fyrir félaga og greiddur út í febrúar ár hvert.
Viska gerði nýjan heildarkjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 11. október síðastliðinn. Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki fyrr í vikunni og var kosið um hann meðal félagsfólks Visku sem starfar hjá sveitarfélögum.
Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning til fjögurra ára.
Góður gangur hefur verið í kjaraviðræðum við sveitarfélögin síðustu vikur og daga. Viðræðunum miðar vel áfram og styttist í enda þeirra.
Viska – stéttarfélag hafði á dögunum betur í dómsmáli fyrir Félagsdómi gegn íslenska ríkinu.
Kosningu um nýjan kjarasamning Visku við ríkið lauk á hádegi í dag.