loading...
loading...
109 niðurstöður fundust við leit að „Laun“ í Efni Visku
Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu . Komið er að endastöð fyrir krónutöluhækkanir á vinnumarkaði – fyrir launafólk og fyrirtæki.
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu .
Descr Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu. Komið er að endastöð fyrir krónutöluhækkanir á vinnumarkaði – fyrir launafólk og fyrirtæki.
Viska hefur undirritað endurnýjaðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) sem tekur afturvirkt gildi frá 1. maí 2025. Samningurinn byggir í megindráttum á fyrri samningi aðila en felur jafnframt í sér ýmsar breytingar sem styrkja réttindi félagsfólks Visku.
Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað.
Samkvæmt kjarasamningum sem Viska gerði á opinberum markaði áttu laun að hækka frá og með 1. apríl síðastliðnum. Það þýðir að launahækkun hefði átt að skila sér til félagsfólks þegar greitt var út núna að apríl liðnum.
Félagsfólki í Visku er boðið að koma saman í anddyri Bíó Paradísar og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.
Opnað hefur verið fyrir kosningar til stjórnar Visku og standa þær opnar þangað til 16. apríl kl. 12:00 á hádegi.
Opnað hefur verið fyrir framboð til stjórnar félagsins og er framboðsfrestur til og með 7. apríl.
Kynntu þér ávinninginn af því að vera í Visku og skráðu þig hér fyrir neðan.
Líkt og á síðasta ári býður Viska félagsfólki sínu upp á fræðslu og ráðgjöf vegna skila á skattframtali. Boðið verður upp á rafræn námskeið sem taka tillit til ólíkra hópa, hvort sem er launafólks eða sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Nýr kjarasamningur Visku og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.
Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undir kjarasamning til fjögurra ára.
Að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði meðfram háskólanámi getur verið krefjandi og það er margt sem þarf að huga að. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska stéttarfélag hafa tekið höndum saman til þess að tryggja hagsmuni háskólanema á vinnumarkaði.
85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað, og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku sem fór fram dagana 3.-13. janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar könnuninni. Viska hvetur stjórnvöld til að hlusta á starfsfólk stofnana og minnir á að sterkur ríkisrekstur byggir á góðum kjörum og öflugum mannauði.
Viska gerði nýjan heildarkjarasamning við Reykjavíkurborg 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki í síðustu viku og var kosið um hann meðal félagsfólks Visku sem starfar hjá Reykjavíkurborg.
Í dag skrifuðu Viska og samninganefnd Reykjavíkurborgar undir kjarasamning til fjögurra ára.
Fulltrúar Visku og Reykjavíkurborgar hafa setið tíða fundi síðustu vikurnar og eru viðræðurnar langt á veg komnar.
Viska og Félag atvinnurekenda (FA) undirrituðu í dag nýjan kjarasamning. Með þessum samningi verður til fyrsti kjarasamningurinn fyrir félagsfólk Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA en um leið er hann nýr valkostur fyrir háskólamenntaða sérfræðinga á þeim vettvangi.
Samninganefndir Visku og Reykjavíkurborgar funda með reglubundnum hætti þessa dagana og er góður gangur í viðræðunum.