loading...
loading...
123 niðurstöður fundust við leit að „Laun“ í Efni Visku
Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunar nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust.
Launagreiðendum ber að senda inn skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern launþega til BHM, merkt stéttarfélagi. Senda skal inn skilagreinar fyrir gjalddaga.
Vinnuveitandi kemur félagsgjaldi félaga til skila til Visku og greiðir síðan mótframlag í sjóði stéttarfélagsins. Allar upplýsingar um félagsgjald og mótframlag í sjóði má finna hér.
Á íslenskum vinnumarkaði hafa margvíslegir þættir áhrif á laun, svo sem menntun, reynsla, ábyrgð o.s.frv. Þess vegna getur því verið flókið að tryggja að launastrúktúr á vinnustað sé í jafnvægi. Sérfræðingar Visku veita þér aðstoð í þessum efnum.
Í lífinu getur ýmislegt komið upp á. Aðild að Visku tryggir þér aðgangi að launatryggingu vegna tímabundins tekjutaps sökum óvinnufærni vegna veikinda eða slysa.
Það eru ýmsar breytur sem ákvarða fyrir um laun á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar Visku greina þína launasetningu út frá gögnum og aðstoða þig við að undirbúa þig fyrir launaviðtalið.
Vísindasjóður Visku virkar þannig að þú færð kaupauka á hverjum mánuði sem er greiddur út einu sinni á ári.
85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað, og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku sem fór fram dagana 3.-13. janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar könnuninni. Viska hvetur stjórnvöld til að hlusta á starfsfólk stofnana og minnir á að sterkur ríkisrekstur byggir á góðum kjörum og öflugum mannauði.
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að fjölbreyttum sjóðum og styrkjum.
Laun félagsfólks hjá Visku sem starfa hjá ríkinu hækka um 1,24% þann 1. september. Hækkunin kemur til útgreiðslu 1. október.
Viska og Samtök atvinnulífsins hafa gert með sér samkomulag um aukið samráð og samstarf. Samkomulagið er gert nú í kjölfar endurnýjunar kjarasamnings aðila sem undirritaður var 27. maí 2025.
Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu. Komið er að endastöð fyrir krónutöluhækkanir á vinnumarkaði – fyrir launafólk og fyrirtæki.
Descr Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu. Komið er að endastöð fyrir krónutöluhækkanir á vinnumarkaði – fyrir launafólk og fyrirtæki.
Viska hefur undirritað endurnýjaðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) sem tekur afturvirkt gildi frá 1. maí 2025. Samningurinn byggir í megindráttum á fyrri samningi aðila en felur jafnframt í sér ýmsar breytingar sem styrkja réttindi félagsfólks Visku.
Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað.
Samkvæmt kjarasamningum sem Viska gerði á opinberum markaði áttu laun að hækka frá og með 1. apríl síðastliðnum. Það þýðir að launahækkun hefði átt að skila sér til félagsfólks þegar greitt var út núna að apríl liðnum.
Félagsfólki í Visku er boðið að koma saman í anddyri Bíó Paradísar og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.
Opnað hefur verið fyrir kosningar til stjórnar Visku og standa þær opnar þangað til 16. apríl kl. 12:00 á hádegi.
Opnað hefur verið fyrir framboð til stjórnar félagsins og er framboðsfrestur til og með 7. apríl.
Líkt og á síðasta ári býður Viska félagsfólki sínu upp á fræðslu og ráðgjöf vegna skila á skattframtali. Boðið verður upp á rafræn námskeið sem taka tillit til ólíkra hópa, hvort sem er launafólks eða sjálfstætt starfandi einstaklinga.