Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Þjónusta Visku

          Líf­eyr­is­ráð­gjöf

          Hjá Visku færðu persónulega og óháða lífeyrisráðgjöf. Ráðgjöfin er veitt af sérfræðingi Visku sem hefur eingöngu þína hagsmuni að leiðarljósi.

          Félagsfólk í Visku getur bókað tíma í ráðgjöf og athugaðu að maki þinn er velkominn með í för.

          Skráðu þig í Visku.

          Hvað felst í ráðgjöfinni?

          Þú færð faglega greiningu á þinni stöðu með skýrri yfirsýn yfir:

          • Greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun
          • Skattalega stöðu við starfslok
          • Réttindastaða maka og möguleika á sameiningu réttinda
          • Áhrif aldurs á lífeyrisgreiðslur og bestu tímasetningu starfsloka
          • Samspil séreignar og samtryggingar – og hvað hentar þér best
          • Kostina og gallana við að taka út sparnað áður en starfslok renna upp

          Allar ráðleggingar byggja á traustum gögnum og opinberum upplýsingum – án tengsla við lífeyrissjóði, tryggingafélög eða aðra markaðsaðila.

          Persónuvernd

          Til að veita góða ráðgjöf þarf að afla ákveðinna upplýsinga. Allar persónuupplýsingar eru unnar með fyllsta öryggi í samræmi við persónuverndarstefnu Visku. Niðurstöðurnar eru varðveittar á öruggan hátt og sendar beint til þín í gegnum þitt svæði á Mín Viska.