Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Ávinningur aðildar

        Lög­fræði­að­stoð

        Að sækja sér lögfræðiaðstoð vegna mála sem koma upp á vinnumarkaði getur verið kostnaðarsamt. Með aðild að Visku færðu þú ókeypis aðgang að lögfræðiaðstoð.

        Þú getur sent okkur fyrirspurn og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

        Skráðu þig í Visku.

        Það geta komið upp ýmis mál á vinnumarkaði sem krefjast lögfræðilegrar aðstoðar. Til dæmis ágreiningur um ráðningarsamning, uppsögn, deilur um lengd veikindaréttar eða orlofsréttar o.s.frv.

        • Sérfræðingar og lögfræðingar Visku veita:
        • Ráðgjöf í málum sem tengjast vinnurétti
        • Leiðbeiningar um réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda
        • Aðstoð við að meta stöðu í ágreiningsmálum
        • Stuðning við undirbúning málsmeðferðar ef þörf krefur

        Viska fylgir lögfræðilegum álitamálum félagsfólks síns eins langt og þörf krefur. Þá greiðir félagið fyrir allan kostnað sem hlýst af málarekstri fyrir dómstólum. Með slíkum stuðningi stendur félagsfólk ekki eitt í flóknum aðstæðum heldur fær traustan bakhjarl í Visku sem hjálpar því að verja réttindi sín og taka upplýstar ákvarðanir.