Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Félagsnet

        Regl­ur um fé­lagsnet

        Félagsnet þurfa að uppfylla ákveðnar skyldur og reglur.

        Félagsnet Visku eru sett á fót til að styrkja stöðu þess félagsfólks sem tilheyrir þeim, efla tengslanet og stuðla að aukinni þekkingu og framþróun á sér- eða áhugasviði þeirra. Félagsnet bera ábyrgð á að halda utan um eigin starfsemi í samvinnu við skrifstofu Visku.

        Formaður Visku boðar a.m.k. árlega til fulltrúaráðsfundar, samkvæmt lögum félagsins, þar sem hvert félagsnet á fulltrúa ásamt fulltrúum kjaradeilda og LÍS. Fulltrúaráðsfundir eru vettvangur fyrir umræðu, samræmingu og upplýsingamiðlun milli félagsneta og er fulltrúaráð stjórn félagsins til ráðgjafar í stefnumótandi málum. Þóknun fyrir setu á fulltrúaráðsfundum er greidd samkvæmt þóknunarreglum félagsins. Formaður getur kallað til fundar oftar ef þörf krefur og boðið fleirum á fundi fulltrúaráðs.

        Skilyrði félagsneta

        • Einungis félagsfólki í Visku er heimilt að stofna félagsnet og vera aðilar að félagsneti.
        •  Nafn félagsnets, skráð lýsing og markmið þess eru til birtingar á vefsíðu Visku.
        • Valinn er fulltrúi félagsnets, sem er félagi í Visku, og tekur sæti á fulltrúaráðsfundum Visku.
        • Tilkynna þarf formanni Visku um stofnun félagsnets sem leggur málið til afgreiðslu stjórnar Visku.
        • Félagsnet mega ekki koma fram undir merkjum Visku án þess að hafa fengið til þess samþykki skrifstofu félagsins.
        • Félagsneti ber að tilkynna skrifstofu Visku um breytingar á fulltrúa sínum í fulltrúaráði.
        • Stjórn Visku getur ákveðið að leggja félagsnet niður t.d. ef félagsnet sendir ekki fulltrúa á fulltrúaráðsfund Visku tvö ár í röð.

        Þjónusta Visku

        • Viska styrkir fræðslustarfsemi félagsneta með allt að 100.000 kr. árlegum styrk fyrir fundaraðstöðu, veitingar og fyrirlesara á viðburðum, að fengnu samþykki skrifstofu félagsins og fyrir fram kynningu á dagskrá viðburðar. Styrkir eru yfirleitt greiddir beint til framkvæmdaaðila. Félagsnet geta einnig óskað eftir aukafjármagni frá stjórn fyrir önnur verkefni.
        • Félagsnet geta fundað í húsnæði Visku sér að kostnaðarlausu, í samráði við skrifstofu félagsins.
        • Viska kynnir starfsemi félagsneta m.a. á vefsíðu sinni, þar sem félagsfólk finnur upplýsingar um félagsnet og hvernig hægt er að taka þátt í starfi þeirra.
        • Félagsnet Visku getur átt aðkomu að umræðu um kjaramál í fulltrúaráði félagsins. Sé þörf á úttekt eða nánari skoðun á kjaramálum félagsfólks í félagsneti getur skrifstofa Visku tekið ákvörðun um að framkvæma slíka úttekt.