Sjóðir og styrkir
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að fjölbreyttum sjóðum og styrkjum.
Undir flipanum iðgjöld inn á Mín Viska getur þú skoðað hvaða sjóðum þú átt rétt í.
Starfsþróunarsetur háskólamanna
Þú getur fengið um 600.000 kr. styrk á 24 mánaða fresti fyrir starfsþróun og endurmenntun.
Ég vinn hjá fyrirtæki á almennum vinnumarkaði
- Það tekur sex mánuði að öðlast rétt til að sækja um styrk og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn.
Ég vinn hjá ríki eða sveitarfélagi
- Það tekur einn mánuð að öðlast rétt til að sækja um styrk.
Hér getur þú sótt um styrk og kynnt þér allt um Starfsþróunarsetrið
Starfsþróunarsetrið veitir styrki til einstaklinga og stofnana vegna náms, námskeiða, ráðstefna og annarra verkefna sem tengjast starfsþróun.
Starfsmenntunarsjóður BHM
Sjóðurinn býður upp á styrk upp á 160.000 kr. á 24 mánaða fresti fyrir endurmenntun. Það tekur sex mánuði að öðlast rétt til að sækja um styrk og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn.
Hér getur þú sótt um styrk og kynnt þér allt um Starfsmenntunarsjóð BHM
Sjóðurinn styrkir félaga til náms og til að sækja einstök námskeið, ráðstefnur, málþing eða til að fara í fræðslu- og kynnisferðir innanlands eða utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.
Það tekur einn mánuð að öðlast rétt í Orlofssjóð BHM. Þá færðu aðgang að 50.000 kr. afslætti í flug (innanlands og erlendis) og fjölmörgum sumarhúsum um land allt. Athugaðu að hjá Visku hefur þú aðgang að mun fleiri orlofshúsum á Suðurlandi en hjá öðrum stéttarfélögum (á hvern félagsmann).
Hvað er Vísindasjóður Visku?
Vísindasjóður Visku virkar þannig að þú færð kaupauka á hverjum mánuði sem er greiddur út einu sinni á ári. Styrkurinn er reiknaður út frá innborgun vinnuveitanda í sjóðinn frá 1. janúar til 31. desember, sem nemur prósentu af dagvinnulaunum. Félagar fá greitt út í febrúar ár hvert og tilkynning er send í tölvupósti þegar greiðsla hefur átt sér stað.Réttindaávinnsla
Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að Vísindasjóði valkvæð en greitt er fyrir allt félagsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum. Félagsfólk sem starfar hjá ríkinu á ekki aðild að Vísindasjóði, en framlag vinnuveitanda í sjóðinn fyrir starfsfólk ríkisins var aflagt í kjarasamningum árið 2008. Á móti var launatafla hækkuð um tvö prósent.
Inn á Mín Viska getur þú séð hvort þú eigir rétt í sjóðinn og u.þ.b. þá upphæð sem kemur til útgreiðslu.
Innborgun vinnuveitanda
- Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum
- Önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg 1,5% af dagvinnulaunum
- Almennur vinnumarkaður 1,5% af dagvinnulaunum
Sjúkrasjóður BHM
Það tekur sex mánuði að öðlast rétt til að sækja um styrk og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn. Styrkir eru til dæmis fyrir líkamsrækt, sálfræðikostnað, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrk og sjúkradagpeningar.
Hér getur þú sótt um styrk og kynnt þér allt um Sjúkrasjóð BHM.
Styrktarsjóður BHM
Það tekur sex mánuði að öðlast rétt til að sækja um styrk og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn. Styrkir eru til dæmis fyrir líkamsrækt, sálfræðikostnað, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrk og sjúkradagpeningar.
Hér getur þú sótt um styrk og kynnt þér allt um Styrktarsjóð BHM.