Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Kjör og réttindi

          Jafn­rétti á vinnu­mark­aði

          Öll erum við jöfn fyrir lögum og mismunun á grundvelli kyns, þjóðernis, fötlunar, kynhneigðar eða annarra þátta er bönnuð. Öll þurfum við að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins.

          Jafnrétti á vinnumarkaði

          Stjórnarskrá Íslands kveður á um þá grundvallarreglu að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. 

          Á vinnumarkaði eru þessi grundvallarréttindi nánar útfærð í

          lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði.

          Mismunun launafólks að því er varðar aðgengi að störfum, þ.m.t. við ráðningar og framgang í starfi, ákvörðun launa og annarra starfskjara og uppsagnir, er óheimil lögum samkvæmt.

          Óheimilt er að byggja óhagstæða meðferð launafólks á einhverjum eftirfarandi þátta: Kynferði, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu.

          Hvers kyns mismunun á vinnumarkaði, hvort heldur bein eða óbein, vegna framangreindra þátta er óheimil. Fjölþætt mismunun, þ.e. þegar einstaklingi er mismunað á grundvelli fleiri en einnar mismununarástæðu sem nýtur verndar samkvæmt lögum er einnig óheimil.

          Kynbundin áreitni eða kynferðisleg áreitni telst einnig til mismununar sem og hvers konar óhagstæð meðferð einstaklings sem rekja má til þess að hann hafi vísað á bug kynbundinni eða kynferðislegri áreitni eða hafi látið hana yfir sig ganga.

          Atvinnurekendum er skylt að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gera einstaklingum með fötlun eða skerta starfsgetu kleift að eiga aðgengi og taka þátt í starfi, njóta framgangs í starfi og fá þjálfun, svo lengi sem þær ráðstafanir eru ekki of íþyngjandi.

          Jafnréttisstofa hefur sett af stað átakið Burt með mismunun til að vekja athygli á réttindum fólks sem verður fyrir mismunun. Á heimasíðu Jafnréttisstofu má nálgast aðgengilegt efni sem hjálpar fólki að átta sig á eigin stöðu og hvort tilefni sé til að leita til Jafnréttisstofu eða kæra til kærunefndar jafnréttismála.

          Hafðu samband

          Félagsfólk getur ávallt leitað liðsinnis ráðgjafa Visku ef upp koma spurningar um meint brot á jafnréttislögum eða lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Lagt er mat á umkvörtunarefnið og leiðbeiningar veittar um næstu skref.