Launahækkanir
Hér getur þú fundið upplýsingar um næstu launhækkanir og fyrri launahækkanir hjá félagsfólki í Visku.
Næstu launahækkanir
Laun hækka frá og með 1. september 2025 út frá þessari launatöflu. Athugið að laun eru greidd út að september mánuði liðnum.Laun hækka frá og með 1. apríl 2026 og 1. apríl 2027. skv. útfærslu í þessum launatöflum. Athugið að laun eru greidd út að apríl mánuði liðnum.
Laun hækka frá og með 1. apríl 2026 og 1. apríl 2027. skv. útfærslu í þessum launatöflum.
Athugið að laun eru greidd út að apríl mánuði liðnum.
Laun hækka frá og með 1. apríl 2026 og 1. apríl 2027. skv. útfærslu í þessum launatöflum.
Athugið að laun eru greidd út að apríl mánuði liðnum.
Viska er með kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) og í honum er kveðið á um að hækkanir á almennum markaði nái til félagsfólks Visku. Laun félagsfólks Visku sem starfar á almennum vinnumarkaði eiga að hækka í takt við þær kjarasamningsbundnu hækkanir sem samið er um á almennum markaði.
Eftirfarandi kemur fram í samningnum við SA.
Laun og önnur starfskjör háskólamanna eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns og er gert ráð fyrir að starfsmaður geti árlega óskað eftir viðtali við yfirmann um breytingar á starfskjörum. Æskilegt er að vinnuveitandi hafi frumkvæði að viðtölum við alla starfsmenn sem undir þennan kjarasamning falla, enda hafa starfsmenn væntingar um árlegt viðtal þar sem rædd er frammistaða, starfsumhverfi og þróun launa. Í viðtali um hugsanlegar breytingar á starfskjörum geta vinnuveitandi og starfsmaður m.a. haft til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og almenna launaþróun háskólamanna, stöðu fyrirtækis og hvernig árangur og frammistaða starfsmanns í starfi hefur áhrif á hans persónubundnu launaþróun. Í því sambandi getur formlegt mat á árangri og frammistöðu verið góður grundvöllur að málefnalegri niðurstöðu.Þetta þýðir að félagsfólk í Visku sem starfar á almennum vinnumarkaði og vinnur eftir kjarasamningi félagsins við SA á rétt á a.m.k. einu launaviðtali á ári sem æskilegt er að vinnuveitandi eigi frumkvæði að því að boða. Þar getur félagsmaður samið um breytingar á sínum kjörum, t.d. hækkun á launum sínum eða hvað annað sem vinnuveitandi og félagsmaður koma sér saman um. Þegar kemur að launahækkunum þá skal hafa til hliðsjónar þær launabreytingar sem almennt er samið um á almennum markaði.
Í síðustu kjarasamningum sem vour samþykktir á almennum markaði er kveðið á um eftirfarandi lágmarkshækkanir.
- 1. janúar 2026: 3,50%
- 1. janúar 2027: 3,50%
Félagsfólk í Visku sem starfar á almennum markaði á að lágmarki rétt á þessum hækkunum. Ef þú hefur ekki fengið þessa hækkun þá skaltu óska eftir launaviðtali við vinnuveitanda þinn og athugaðu að sérfræðingar Visku geta aðstoðað þig við að undirbúa þig undir viðtalið.
Laun hækka eftir því sem hér segir:
- 1. janúar 2026: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750
- 1. janúar 2027: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka sem hér segir, nema um annað hafi verið samið: Um 3,50% 1. janúar árin 2025, 2026 og 2027:
- 1. febrúar 2024: 3,25%
- 1. janúar 2025: 3,50%
- 1. janúar 2026: 3,50%
- 1. janúar 2027: 3,50%
Fyrri launahækkanir
- 1,65% til útfærslu menntunarákvæða frá og með 1. júní 2016.
- Eingreiðsla 1. júní 2017 - 63.000 kr.
- 1. júní 2018 hækka laun um 2%
- 1. febrúar 2019 sérstök eingreiðsla, 70.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2019 - 105.000.
- 1. apríl 2019: Laun hækka um 17.000
- 1. apríl 2020: Laun hækka um 18.000
- 1. janúar 2021: Laun hækka um 15.750
- 1. janúar 2022: Laun hækka um 17.250
- 1. maí 2022: Hagvaxtarauki skv. lífkjarasamningunum. Laun ríkisstarfsmanna hækka um 10.500 krónum á mánuði og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu sem nemur 7.875 kr.
- 1. apríl 2023: Laun hækkuðu skv. þessari launatöflu.
- 1. apríl 2025. Laun hækkuðu skv. þessari launatöflu.
- 20. febrúar 2017 - Félög utan starfsmats kjósa á milli leiðar A og leiðar B.
- Ný launatafla 1. júní 2017 fyrir félög í starfsmati og 3% hækkun launatöflu fyrir félög utan starfsmats.
- Launatöflu hækkun um 3% 1. júní 2018 fyrir félög í starfsmati.
- Eingreiðsla 1. febrúar 2019 fyrir félög í starfsmati - 58.000 kr.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2019 - 105.000.
- 1. apríl 2020: Laun hækka um 24.000 kr.
- 1. janúar 2021: Laun hækka um 24.000 kr.
- 1. janúar 2022 : Laun hækka um 25.000 kr.
- 1. apríl 2022: Hagvaxtarauki skv. lífkjarasamningunum. Launatöflur sveitarfélaganna hækka sem nemur 10.500 krónum á mánuði
- 1. apríl 2025 samkvæmt þessari launatöflu.
- Launatöfluhækkun um 3% þann 1. júní 2017.
- Launatöfluhækkun um 3,4% frá 1. júní 2018
- Eingreiðsla 1. maí 2019 - kr. 58.000.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2019 - 100.000.
- Eingreiðsla 1. nóvember 2019 - 80.000.
- 1. Janúar 2020: Laun hækka um 17.000 kr.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2020 - 35.580.
- 1. Janúar 2021: Laun hækka um 24. 000 kr.
- 1. janúar 2022 Laun hækka um 25.00 kr.
- 1. apríl 2022: Hagvaxtarauki skv. lífkjarasamningunum. Launatöflur sveitarfélaganna hækka sem nemur 10.500 krónum á mánuði
- 1. apríl 2025 samkvæmt þessari launatöflu.
- 1. maí 2017: Laun hækka almennt um 4,5%.
- 1. maí 2018: Laun hækka almennt um 3%.
- 1. apríl 2019: Öll laun hækka um 17.000. kr. á mánuði frá og með 1. apríl.
- 1. apríl 2020: Öll laun hækka um 18.000. kr. á mánuði frá og með 1. apríl.
- 1. janúar 2021: Öll laun hækka um 15.750. kr. á mánuði frá og með 1. janúar.
- 1. janúar 2022: Öll laun hækka um 17.250. kr. á mánuði frá og með 1. janúar.
- 1. apríl 2022: Öll laun hækka um 7.875. kr. á mánuði frá og með 1. apríl.
- 1. nóvember 2022: Öll laun hækka um 6,75%
- 1. febrúar 2024: Öll laun hækka um 3,25%
- 1. janúar 2025: Öll laun hækka um 3,50%
- 1,65% til útfærslu menntunarákvæða frá og með 1. júní 2016.
- Eingreiðsla 1. júní 2017 - 63.000 kr.
- 1. apríl 2019: Laun hækka um 17.000 kr.
- 1. apríl 2020: Laun hækka um 18.000 kr.
- 1. Janúar 2021: Laun hækka um 15.750 kr.
- 1. Janúar 2022: Laun hækka um 17.250 kr.
- 1. apríl 2025 skv. útfærslu í launatöflu sem má finna á bls. 46 í þessum kjarasamningi.
Launakjör á samningstímanum skulu taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki, sem hér segir:
- 1. febrúar 2024: 3,25% en þó að lágmarki kr. 23.750
- 1. janúar 2025: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka sem hér segir, nema um annað hafi verið samið: um 3,25% 1. febrúar 2024 og um 3,50% 1. janúar árin 2025.
- 1. febrúar 2024: 3,25%
- 1. janúar 2025: 3,50%
Launatöflur fallnar úr gildi
Hér má sjá launatöflur sem eru ekki lengur í gildi.