loading...
loading...

Viska leggur ríka áherslu á gott og gagnkvæmt samstarf við launagreiðendur síns félagsfólks. Slíkt samstarf er öllum aðilum til hagsbóta. Kynntu þér þá fjölbreyttu þjónustu sem Viska veitir launagreiðendum án endurgjalds.
Á vinnustað geta komið upp margskonar ólíkar áskoranir. Hvort sem um ræðir veikindi, uppsagnir, einelti eða samskiptavandamál þá veita sérfræðingar Visku aðstoð.
Á íslenskum vinnumarkaði hafa margvíslegir þættir áhrif á laun, svo sem menntun, reynsla, ábyrgð o.s.frv. Þess vegna getur því verið flókið að tryggja að launa strúktur á vinnustað sé í jafnvægi. Sérfræðingar Visku veita þér aðstoð í þessum efnum.
Á vinnumarkaði geta komið upp fjölmargar aðstæður þar sem mikilvægt er fyrir launagreiðendur að þekkja réttindi starfsfólks síns vel og tryggja að farið sé að lögum og samningum. Rétt túlkun kjarasamninga, ráðningarsamninga og annarra samkomulaga getur skipt sköpum fyrir bæði starfsmenn og vinnuveitendur – og dregið úr líkum á ágreiningi.
Launagreiðendum ber að senda inn skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern launþega til BHM, merkt stéttarfélagi. Senda skal inn skilagreinar fyrir gjalddaga.
Vinnuveitandi kemur félagsgjaldi félaga til skila til Visku og greiðir síðan mótframlag í sjóði stéttarfélagsins. Allar upplýsingar um félagsgjald og mótframlag í sjóði má finna hér.