Velkomin í Visku
Viska byggir bæði á traustum grunni og nýrri hugsun. Með faghópum og kjaradeildum er sérstaða hverrar starfsstéttar eða starfsvettvangs tryggð.
Viska byggir bæði á traustum grunni og nýrri hugsun. Með faghópum og kjaradeildum er sérstaða hverrar starfsstéttar eða starfsvettvangs tryggð.
Áskoranirnar eru ólíkar eftir skeiðum starfsævinnar. Hvort sem þú ert í námi, á vinnumarkaði eða að huga að efri árum – þá styður Viska við bakið á þér.
Viska býður öllum háskólanemum snjalltryggingu sér að kostnaðarlausu í samstarfi við Sjóvá. Það þýðir að háskólanemar í Visku fá snjalltæki, tölvu, hjól og rafhlaupahjól tryggð í gegnum Visku, án þess að þurfa að stofna til formlegra viðskipta við Sjóvá.
Á starfsævinni geta komið upp margvíslegar aðstæður þar sem mikilvægt er að þekkja sín kjara- og réttindamál vel. Á vinnuréttarvef Visku er hafsjór fróðleiks og upplýsinga um vinnurétt.
Örar breytingar á vinnuumhverfi og verkefnum gera símenntun stöðugt mikilvægari, fyrir starfsánægju, öryggi og umbun. Viska opnar aðgang að öflugum sjóðum sem veita verðmæta styrki.
Aðild að Visku opnar á fjárhagslega aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. Sjúkra- og styrktarsjóðir greiða fyrir sérfræðiráðgjöf og útlagðan kostnað.
Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.
Við starfsmissi er gott að vera í sambandi við stéttarfélagið sitt til að skoða vel uppsagnarbréfið og/eða starfslokasamninginn fyrir undirritun og íhuga næstu skref.
Ef þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.