Beint í efni
Stéttarfélag sérfræðinga

Velkomin í Visku

Viska er nútímalegt og framsækið stéttarfélag. Þjónusta félagsins og hagsmunagæsla byggir á norrænni fyrirmynd og heildrænni nálgun í þágu félagsfólks.

Kona í tölvu snýr baki í myndavélina
Fréttir

Kjara­samn­ing­ur við SFV sam­þykkt­ur með mikl­um meiri­hluta

Nýr kjarasamningur Visku og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.

Visku kort
FRÉTTIR

Út­hlut­un úr Vís­inda­sjóði

Félagsfólk Visku hefur fengið greitt úr Vísindasjóði vegna ársins 2025.

Visku borðfáni
KJARAVIÐRÆÐUR

Viska und­ir­rit­ar kjara­samn­ing við SFV

Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undir kjarasamning til fjögurra ára.

Kona veitingarstaður horfir ekki í myndavél
FRÉTTIR

Út­hlut­að verð­ur úr Vís­inda­sjóði

Greitt verður úr Vísindasjóði Visku föstudaginn 14. febrúar nk. Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr Vísindasjóðnum.

Kona dökkt hár horfir ekki í myndavél í tölvu
FRÉTTIR

Stefna og þró­un kjara­deild­ar bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­inga

Boðað er til fundar kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 16:00–18:00. Fundurinn fer fram í fundarsal Visku – stéttarfélags, á 3. hæð í Borgartúni 27. Fyrir þau sem ekki komast á staðinn verður í boði að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Maður að ganga upp stiga
FRÉTTIR

Launa­hækk­an­ir á al­menn­um vinnu­mark­aði

Viska er með kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Í þeim samningum er kveðið á um að hækkanir á almennum markaði nái til félagsfólks Visku.

Karen Lind Skúladóttir kjara- og réttindafulltrúi
SAMSTARF

Kar­en Lind ráð­in kjara- og rétt­inda­full­trúi há­skóla­nema

Í lok síðasta árs undirrituðu Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska – stéttarfélag samstarfssamning. Hluti af samningnum fól í sér ráðningu kjara- og réttindafulltrúa við skrifstofu SHÍ. Gengið var frá ráðningu í byrjun janúar og var Karen Lind Skúladóttir ráðin í starfið.

Norrænt samstarf - Fánar
SAMSTARF

Viska trygg­ir sam­starf við stétt­ar­fé­lög á öll­um Norð­ur­lönd­um – stór áfangi í þjón­ustu við fé­lags­fólk

Viska hefur nú tryggt samstarf við stéttarfélög á öllum Norðurlöndum, sem markar stóran áfanga í því að efla þjónustu og hagsmunagæslu félagsfólks innan alþjóðlegs vinnumarkaðar. Þetta samstarf tryggir að félagsfólk Visku, sem hyggur á störf eða nám í einhverju af Norðurlöndunum, geti fengið nauðsynlegan stuðning, ráðgjöf og þjónustu hjá systurfélögum Visku í hverju landi.

Kona horfir í myndavélina og stendur inn á veitingastað
Þjónusta Visku

Starfsæv­in með Visku

Áskoranirnar eru ólíkar eftir skeiðum starfsævinnar. Hvort sem þú ert í námi, á vinnumarkaði eða að huga að efri árum – þá styður Viska við bakið á þér.

Gagnvirkt leitarkerfi

Leit Visku

Leit Visku er gagnvirkt leitarkerfi sem veitir skjótan og þægilegan aðgang að öllum efnisþáttum Visku. Kerfið nær til kjarasamninga, vinnuréttarvefsins, Viskumola og annars efnis sem finna má á vef Visku.

Ung kona horfir í myndavélina og situr í tröppum
Námsmannaþjónusta

Snjall­trygg­ing Visku

Viska býður öllum háskólanemum snjalltryggingu sér að kostnaðarlausu í samstarfi við Sjóvá. Það þýðir að háskólanemar í Visku fá snjalltæki, tölvu, hjól og rafhlaupahjól tryggð í gegnum Visku, án þess að þurfa að stofna til formlegra viðskipta við Sjóvá.

maður situr í gróðurhúsi
Vinnuréttarvefur Visku

Allt um þín rétt­indi

Á starfsævinni geta komið upp margvíslegar aðstæður þar sem mikilvægt er að þekkja sín kjara- og réttindamál vel. Á vinnuréttarvef Visku er hafsjór fróðleiks og upplýsinga um vinnurétt.

Karlmaður situr og horfir út um gluggann
Starfs- og endurmenntun

Viska er sam­fé­lag þekk­ing­ar

Örar breytingar á vinnuumhverfi og verkefnum gera símenntun stöðugt mikilvægari, fyrir starfsánægju, öryggi og umbun. Viska opnar aðgang að öflugum sjóðum sem veita verðmæta styrki.

Ung kona að hugleiða
Líkami og sál

Leyfðu okk­ur að styðja þig

Aðild að Visku opnar á fjárhagslega aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. Sjúkra- og styrktarsjóðir greiða fyrir sérfræðiráðgjöf og útlagðan kostnað.

Visku­mol­ar

  • Ég var að útskrifast

    Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.

    Lesa nánar
  • Ég missti vinnuna

    Við starfsmissi er gott að vera í sambandi við stéttarfélagið sitt til að skoða vel uppsagnarbréfið og/eða starfslokasamninginn fyrir undirritun og íhuga næstu skref.

    Lesa nánar
  • Ég á von á barni

    Ef þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.

    Lesa nánar