Ávinningur aðildar
Skattaráðgjöf
Skil á skattframtali geta verið flókin. Viska aðstoðar félagsfólk sitt við skil á skattframtali.
Í byrjun mars á hverju ári heldur Viska námskeið um skil á skattframtali og býður upp á einstaklingsráðgjöf í kjölfarið.
Félagsfólk fær sendar frekari upplýsingar þegar næst námskeið hefst.
Á námskeiðunum verður m.a. farið yfir:
- Frádráttarliði og eyðublöð sem þarf að fylla út
- Útreikninga og niðurstöður álagningaseðils
- Reiknivélar á vef RSK
- Helstu tölur varðandi fjármagnstekjuskatt og tekjuskattsþrep