Þjónusta við launagreiðendur
Réttindaráðgjöf fyrir launagreiðendur
Á vinnumarkaði geta komið upp fjölmargar aðstæður þar sem mikilvægt er fyrir launagreiðendur að þekkja réttindi starfsfólks síns vel og tryggja að farið sé að lögum og samningum. Rétt túlkun og kjarasamninga, ráðningarsamninga og annarra samkomulaga getur skipt sköpum fyrir bæði starfsmenn og vinnuveitendur – og dregið úr líkum á ágreiningi.
Hafðu samband við sérfræðinga Visku.
Sérfræðingar Visku veita faglega og hlutlæga ráðgjöf sem felur meðal annars í sér:
- túlkun á kjarasamningum, ráðningasamningum og öðrum samkomulögum
- svör við spurningum sem varða réttindi og skyldur starfsmanna
- leiðbeiningar um hvernig réttindi háskólamenntaðra eru best tryggð
- aðstoð við úrlausn réttindamála sem kunna að koma upp á vinnustað
Með því að nýta réttindaráðgjöf Visku færð þú trausta yfirsýn yfir skyldur þínar sem vinnuveitandi, tryggir að réttindi starfsmanna séu virt og stuðlar að faglegu og traustu starfsumhverfi.