Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Um Visku

        Fyr­ir fjöl­miðla

        Viska er almennt stéttarfélag fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði. Félagið er stærsta aðildarfélag BHM og stærsta stéttarfélag háskólafólks á Íslandi. Félagsfólk Visku starfar bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.

        Viska varð til í byrjun árs 2024 við sameiningu nokkurra stéttarfélaga háskólafólks. Félagið byggir á norrænni fyrirmynd og innan félagsins starfa fjölbreytt félagsnet og kjaradeildir. Félagsfólk geta þau orðið sem lokið hafa eða eru í háskólanámi, eða sambærilegu námi, og þau sem gegna sérfræðistörfum sem krefjast þekkingar sem alla jafnan er á háskólastigi. 

        Tengiliður við fjölmiðla

        Gauti Skúlason (gauti@viska.is) sér um samskipti og markaðsmál fyrir Visku, fjölmiðlar geta haft samband við hann.

        Merki Visku

        Merki Visku eru til í alskonar útgáfum og best er að senda tölvupóst á gauti@viska.is og óska eftir merki Visku.

        Hönnunarstaðall og ljósmyndir

        Til þess að fá aðgang að hönnunarstaðli eða ljósmyndir vinsamlegast sendu póst á gauti@viska.is

        Formaður Visku

        Formaður Visku er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir (brynhildur@viska.is) sem leiddi sameiningarviðræður í Visku fyrir hönd stéttarfélagsins Fræðagarðs. Brynhildur hefur langa reynslu af félagsstörfum. Hún starfaði sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands frá 2011 þar til hún var kosin til formennsku í Fræðagarði (nú Visku) og situr nú í stjórn Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna og kvára á Íslandi.

        Framkvæmdastjóri Visku

        Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri Visku. Hann er hagfræðingur að mennt, hefur unnið fjölbreytt störf á sviði vinnumarkaðsmála og starfaði áður sem hagfræðingur BHM. 

        Georg er með netfangið georg@viska.is

        Um Visku

        Saga Visku hefst við sameiningu þriggja stéttarfélaga árið 2023, en upphaf félagsstarfsins má rekja til grósku verkalýðshreyfingarinnar á eftirstríðsárunum.

        Í Visku sameinast fólk með fjölbreytta og ólíka menntun að baki. Viska vex hratt enda er það stéttarfélag sem endurspeglar framtíðina, samfélag þar sem fjölbreytileiki, þverfagleg vinnubrögð og nýsköpun á vinnumarkaði skipta máli.