
Kjaradeildir
Kjaradeildir Visku sjá um kjara- og fræðslumál eftir fagsviðum og starfsvettvangi. Þær gæta hagsmuna síns félagsfólks og geta samið fyrir þeirra hönd.
Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga
Lesa nánarLaunafólk sem hefur menntað sig eða stundar nám í bókasafns- og upplýsingafræðum getur skráð sig í Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga.
Hlutverk kjaradeilda
Lesa nánarKjaradeildir Visku sjá um kjara- og fræðslumál félagsfólks Visku á sínu fagsviði, starfsvettvangi eða landsvæði.
Vilt þú stofna kjaradeild?
Lesa nánarFélagsfólki er heimilt að leggja fyrir aðalfund að stofnuð verði kjaradeild tengd fagsviði, starfsvettvangi eða landsvæði.

Hversvegna skipta kjaradeildir máli?
Öflugt starf kjaradeilda og faghópa innan félagsins skiptir gífurlega miklu máli fyrir jafn fjölbreytt stéttarfélag og Visku. Það gefur félaginu færi á að skilja betur hagsmuni félagsfólks og virkjar auk þess félagsfólk í þeirri mikilvægu hagsmunabráttu sem félagið sinnir.
Það er mikilvægt fyrir samheldnar stéttir að geta haldið hópinn í stóru stéttarfélagi. Í kjaradeildum höldum við utan um málefni hópsins okkar á meðan stjórn og skrifstofa sinna stóru málunum.
