Þjónusta við launagreiðendur
Viðkvæm mál á vinnustað
Á vinnustað geta komið upp margskonar ólíkar áskoranir. Hvort sem um ræðir veikindi, uppsagnir, einelti eða samskiptavandamál þá veita sérfræðingar Visku aðstoð.
Hafðu samband við sérfræðinga Visku.
Sérfræðingar Visku ráðgjöf við fjölbreyttar aðstæður, meðal annars:
- Uppsagnir: Þú getur leitað til okkar áður en uppsögn verður að veruleika og fengið ráðgjöf um næstu skref. Einnig getur fulltrúi frá Visku verið viðstaddur uppsögn og veitt stuðning og leiðbeiningar á staðnum.
- Veikindi: Þegar alvarleg veikindi koma upp bjóðum við sameiginlega ráðgjöf, þar sem félagsráðgjafi getur mætt á vinnustaðinn til að ræða lausnir, styðja við starfsfólk og skipuleggja næstu skref.
- Samskiptavandi og einelti: Við veitum aðstoð við greiningu og úrlausn samskiptamála og hjálpum til við að skapa heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi.
Með því að leita til Visku færð þú faglega aðstoð og stuðning í erfiðum aðstæðum.