loading...
loading...
Aðild að Visku tryggir aðgang að þjónustu og styrkjum sem efla þig í leik og starfi. Kynntu þér allt um ávinninginn af því að vera í Visku.
Það eru ýmsar breytur sem ákvarða fyrir um laun á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar Visku greina þína launasetningu út frá gögnum og aðstoða þig við að undirbúa þig fyrir launaviðtalið.
Hjá Visku færðu persónulega og óháða lífeyrisráðgjöf. Ráðgjöfin er veitt af sérfræðingi Visku sem hefur eingöngu þína hagsmuni að leiðarljósi.
Á starfsævinni geta komið upp margvíslegar aðstæður þar sem mikilvægt er að þekkja sín réttindi vel. Sérfræðingar Visku geta svarað spurningum um réttindamál háskólamenntaðra á vinnumarkaði.
Starfsferilsráðgjöf er mikilvæg leið fyrir þá sem vilja efla sig í starfi, auka starfsöryggi sitt eða kanna ný tækifæri á vinnumarkaði. Með starfsferilsráðgjöf getur fólk bætt stöðu sína á vinnumarkaði, aukið starfsöryggi sitt og starfsánægju.
Að sækja sér lögfræðiaðstoð vegna mála sem koma upp á vinnumarkaði getur verið kostnaðarsamt. Með aðild að Visku færðu þú ókeypis aðgang að lögfræðiaðstoð.
Í lífinu getur ýmislegt komið upp á. Aðild að Visku tryggir þér aðgangi að launatryggingu vegna tímabundins tekjutaps sökum óvinnufærni vegna veikinda eða slysa.
Skil á skattframtali geta verið flókin. Viska aðstoðar félagsfólk sitt við skil á skattframtali.
Leit að starfi er heilmikið verkefni sem krefst tíma, þekkingar og góðra verkfæra. Mikilvægt er að skipuleggja sig, setja sér markmið og huga að næstu skrefum svo að atvinnuleitin verði áhrifaríkari og takmarkið náist sem fyrst. Vinnumálastofnun hefur tekið saman góðar upplýsingar um hvernig eigi að hátta málum þegar þú ert í atvinnuleit.
Það kostar ekkert að skrá sig og með því fá háskólanemar aðstoð við að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og ókeypis tryggingar. Fylltu út formið – við sjáum um rest.
Sífellt fleiri kjósa að starfa sjálfstætt og geta þannig stjórnað bæði vinnutíma sínum og umhverfi. Í flestum starfsstéttum getur fólk verið sjálfstætt starfandi. Víða færist í vöxt að háskólamenntað fólk velji þennan kost eða sé bæði í föstu starfi og vinni sem verktakar.
Viska hefur samstarfssamninga við stéttarfélög á öllum Norðurlöndum sem spila stórt hlutverk í þjónustu og hagsmunagæslu félagsfólks innan alþjóðlegs vinnumarkaðar. Þetta samstarf tryggir að félagsfólk Visku, sem hyggur á störf eða nám í einhverju af Norðurlöndunum, geti fengið nauðsynlegan stuðning, ráðgjöf og þjónustu hjá systurfélögum Visku.