
Viska – stúdent
Það kostar ekkert að skrá sig og með því fá háskólanemar aðstoð við að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og ókeypis tryggingar. Fylltu út formið – við sjáum um rest.

Fríar tryggingar
Hjá Visku fá háskólanemar fría snjalltryggingu fyrir síma, tölvur, hjól, snjallúr og rafhlaupahjól.

Launaráðgjöf Visku
Hjá Visku fá háskólanemar fría launaráðgjöf. Hvort sem er undirbúningur fyrir launaviðtalið eða yfirför yfir launaseðilinn þá stendur Viska við bakið á háskólanemum.

Lífeyrisráðgjöf Visku
Hjá Visku fá háskólanemar fría lífeyrisráðgjöf sem getur skilað þeim milljónum við starfslok.

Styrkir fyrir skólagjöldum
Háskólanemar sem eru að vinna með námi geta greitt félagsgjald til Visku og geta þá sótt um styrki fyrir skólagjöldum.

Viltu launahækkun?
Háskólanemar sem vinna með námi geta fengið kaupauka í hverjum mánuði í gegnum Vísindasjóð Visku sem er greiddur út einu sinni á ári.