Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Ávinningur aðildar

          Viltu launa­hækk­un?

          Vísindasjóður Visku virkar þannig að þú færð kaupauka á hverjum mánuði sem er greiddur út einu sinni á ári.

          Skipta yfir í Visku.

          Styrkurinn er reiknaður út frá innborgun vinnuveitanda í sjóðinn frá 1. janúar til 31. desember, sem nemur prósentu af dagvinnulaunum. Félagar fá greitt út í febrúar ár hvert og tilkynning er send í tölvupósti þegar greiðsla hefur átt sér stað.

          Réttindaávinnsla

          Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að Vísindasjóði valkvæð en greitt er fyrir allt félagsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum. Félagsfólk sem starfar hjá ríkinu á ekki aðild að Vísindasjóði, en framlag vinnuveitanda í sjóðinn fyrir starfsfólk ríkisins var aflagt í kjarasamningum árið 2008. Á móti var launatafla hækkuð um tvö prósent.

          Inn á Mín Viska getur þú séð hvort þú eigir rétt í sjóðinn og u.þ.b. þá upphæð sem kemur til útgreiðslu.

          Innborgun vinnuveitanda

          • Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum
          • Önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg 1,5% af dagvinnulaunum
          • Almennur vinnumarkaður 1,5% af dagvinnulaunum