
Hagsmunagæsla
Viska er hreyfiafl í íslensku samfélagi og talar fyrir hagsmunum millistéttarinnar.

Kvennaár 2025 – Hvað hefur breyst? Hvað eigum við eftir?
Í ár eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum, þegar konur á Íslandi lögðu niður launuð og ólaunuð störf og stöðvuðu þannig samfélagið. Þrátt fyrir að hafa barist fyrir jafnrétti í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi.

Umsögn Visku um frumvarp til fjárlaga 2026
Viska hefur tekið til umsagnar frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 en umsögnin fjallar eingöngu um afnám almennrar heimildar til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán.

90 milljarða útflutningstækifæri í hugviti
Efnahagslegt forskot Íslands er umtalsvert nú um stundir. Landið skipar 2. sæti af 38 OECD-ríkjum þegar kemur að kaupmætti meðallauna á ársgrundvelli og jöfnuður tekna er meiri en á öðrum Norðurlöndum. En sterkar forsendur Íslands eru ekki sjálfgefnar til framtíðar. Hagvaxtarinneign stærstu útflutningsgreina er takmörkuð og einhæfni útflutnings mun meiri en í öðrum löndum. Viska hvetur stjórnvöld til að beita markvissum aðgerðum til að auka útflutningstekjur og fagnar því áformum um mótun atvinnustefnu til 2035.

Evrópumet! – Háskólamenntun minnst metin á Íslandi
Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu. Komið er að endastöð fyrir krónutöluhækkanir á vinnumarkaði – fyrir launafólk og fyrirtæki.

Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna?
Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað.

85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar
85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað, og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku sem fór fram dagana 3.-13. janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar könnuninni. Viska hvetur stjórnvöld til að hlusta á starfsfólk stofnana og minnir á að sterkur ríkisrekstur byggir á góðum kjörum og öflugum mannauði.

Kynslóðasáttmáli Visku - 12 aðgerðir í þágu ungs fólks á Íslandi
Kynslóðasáttmáli Visku leggur til 12 aðgerðir í þágu unga fólksins – þarf kynslóðasáttmála í stjórnarsáttmálann?

Kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tuttugu ár
Kaupmáttur ungs fólks á aldrinum 30–39 ára hefur staðið í stað í tvo áratugi á Íslandi, þar af í 25 ár hjá körlum. Á sama tíma hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist mun meir á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Kaupmáttur fólks yfir sextugu á Íslandi hefur aukist þrefalt til fjórfalt á við kaupmátt 30-39 ára á öldinni.
Um þetta er fjallað í greiningu Visku í nóvember.

Húsnæðisstuðningur til eigenda skorinn niður um meira en helming
Stuðningur til eigenda á næsta ári verður sá minnsti á öldinni.

Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið.