Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Gervigreind

          Höfundur

          Vilhjálmur Hilmarsson

          Vilhjálmur Hilmarsson

          hagfræðingur Visku

          80% sér­fræð­inga nota gervi­greind í starfi og 67% segja hana auka af­köst

          Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og meirihluti notar eigin aðgang. 67% segja gervigreind þá auka afköst í starfi en aðeins 34% hefur verið boðin fræðsla af hendi vinnuveitanda. Sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði eru komnir á fullt í notkun gervigreindar, en vinnuveitendur standa þeim langt að baki.

          Þetta sýna niðurstöður könnunar Visku sem framkvæmd var í október meðal tæplega 6.000 sérfræðinga á vinnumarkaði. 1.000 manns svöruðu könnuninni á 376 vinnustöðum á almennum og opinberum vinnumarkaði.

          Átta af hverjum tíu nota gervigreind í starfi og flest ChatGPT

          Átta af hverjum tíu sérfræðingum (79%)  nota gervigreind í starfi og staðan er nokkuð jöfn eftir mörkuðum.  Athygli vekur að um helmingur aðspurðra notar gervigreindina í starfi oft í viku, þar af 27% daglega. 64% nota ChatGPT eða Gemini og helst við textavinnslu, málfar og upplýsingagreiningu. Ekki er marktækur munur milli markaða.  

          67% segja gervigreind auka afköst og 57% vilja nota hana meira

          Þegar spurt var um áhrif gervigreindar á afköst vekur athygli að 67% telja hana auka afköst og auðvelda starfið en aðeins 14% voru ósammála þeirri staðhæfingu. Jákvæð viðhorf meðal sérfræðinga til gervigreindar hafa gert að verkum að 57% vilja auka notkun á gervigreind í starfi. Aftur virðist ekki vera marktækur munur eftir mörkuðum. Sjá myndir að neðan.

          72% vilja bæta hæfni sína en aðeins 34% fengið fræðslu

          Jákvæð viðhorf sérfræðinga gagnvart gervigreindinni hafa leitt til þess að 72% hafa mikinn áhuga að bæta við þekkingu sína á gervigreind en hins vegar hefur aðeins 34% sérfræðinga verið boðið upp á fræðslu og þjálfun af hendi vinnuveitenda. Sjá myndir að neðan.

          Töluverð tækifæri gætu hins vegar leynst í aukinni fræðslu um gervigreind fyrir vinnustaði en um fjórir af hverjum tíu sérfræðingum (38%)  meta þekkingu sína á gervigreind mjög eða fremur litla. Sjá mynd að neðan.

          66% nota eigin aðgang og vinnuveitendur helsta hindrunin

          Tveir af hverjum þremur aðspurðum (66%) nota eigin gervigreindaraðgang í starfi þar af um helmingur alfarið.  Þegar spurt var um ástæður þess að fólk notar eigin aðgang sögðust 35% aðspurðra að vinnuveitendur hefðu einfaldlega ekki tekið afstöðu til gervigreindar eða að vinnuveitendur vilji ekki greiða fyrir aðgang þrátt fyrir jákvæð viðhorf starfsfólks og augljós tækifæri. Sjá myndir að neðan.

          Ýmsar hindranir eru í vegi aukinnar notkunar á gervigreind á vinnumarkaði og sérfræðingar því líklegir til að nota eigin aðgang framvegis með eða án samþykkis vinnuveitenda. Þegar spurt var um helstu hindranir í vegi aukinnar notkunar á gervigreind sögðust 36% aðspurðra telja að vinnuveitendur hefðu helst áhyggjur af viðkvæmni gagna og lagalegum- eða siðferðislegum afleiðingum. 23% sögðu stjórnendur skorta hæfni eða vera með neikvæð viðhorf í garð gervigreindar.  Ekki var marktækur munur milli markaða.