
Kannanir
80% sérfræðinga nota gervigreind í starfi og 67% segja hana auka afköst
Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og meirihluti notar eigin aðgang. 67% segja gervigreind þá auka afköst í starfi en aðeins 34% hefur verið boðin fræðsla af hendi vinnuveitanda. Sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði eru komnir á fullt í notkun gervigreindar, en vinnuveitendur standa þeim langt að baki.
Þetta sýna niðurstöður könnunar Visku sem framkvæmd var í október meðal tæplega 6.000 sérfræðinga á vinnumarkaði. 1.000 manns svöruðu könnuninni á 376 vinnustöðum á almennum og opinberum vinnumarkaði.
