Ríkisstjórnin hyggst skera húsnæðisstuðning til eigenda niður um meira en helming á árinu 2025 þegar almenna séreignarúrræðið frá 2014 og sérstakur vaxtastuðningur á tíma kjarasamninga fellur úr gildi. Bætir það gráu ofan á svart fyrir heimilin sem glíma nú við verðbólgu á öllum jöðrum og horfa fram á vaxtaendurskoðun á 500 milljarða króna íbúðalánum. Óhjákvæmilegt og nauðsynlegt er að stjórnvöld hætti við niðurfellingu úrræðisins. Að öðrum kosti verður húsnæðisstuðningur við eigendur sá minnsti á öldinni á árinu 2025.
Er þetta meðal þess sem kemur fram í umsögn Visku um fjárlög 2025.

