
Kvennaverkfall 2025
Föstudaginn 24. október 2025 eru konur og kvár sem geta hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu árið 1975. Útifundir hafa verið skipulagðir um allt land til að krefjast kjarajafnréttis og jafnrétti kynjanna.
Söguganga um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu
„Sko mömmu, hún hreinsaði til“
Baráttufólk fortíðarinnar hefur tekið til í jafnréttismálum ótal sinnum — en svo er alltaf draslað aftur til. Til að minnast þess að hálf öld er liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu blása skipuleggjendur til sögugöngu, þar sem við sækjum innblástur í áfangasigra kvennabaráttunnar í áranna rás.
Konur og kvár á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni safnast saman á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu í Reykjavík þar sem söguganga hefst kl. 13:30 þar sem við sækjum innblástur í áfangasigra kvennabaráttunnar í áranna rás. Sögugöngunni lýkur á Arnarhóli þar sem útifundur hefst kl. 15:00.

Baráttufundir út um allt land
Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur!
Útifundir eru boðaðir út um allt land. Við sameinumst við Arnarhól kl. 15:00 þar sem við tökum höndum saman í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og því að stjórnvöld efni kröfur Kvennaárs. Tónlistaratriði, ræður og kvennakraftur — það jafnast ekkert á við að finna fyrir samstöðukrafti kvenna og kvára.
Baráttufundir hafa einnig verið boðaðir meðal annars á Akureyri, á Höfn, á Ísafirði, í Reykjanesbæ, á Stykkishólmi, í Vík og í Þingeyjarsveit. Nánari upplýsingar um alla viðburði sem haldnir eru á kvennaári er að finna á vefsíðu kvennaárs.
Nánari upplýsingar á kvennaar.is og á Facebook.