
Viska og SA gera samkomulag
Markmiðið er að kanna tækifæri til að efla samvinnu aðila vinnumarkaðarins, meðal annars með því að rýna lagaumhverfi, hlutverk sjóða og fyrirkomulag samstarfs aðila. Framkvæmdastjórar og sérfræðingar beggja aðila leiða verkefnið, þar sem áhersla er lögð á lausnamiðað samtal um sameiginlega hagsmuni.
„Við hjá Visku fögnum þessu samkomulagi og teljum það góðan ramma um samtal á milli kjaraviðræðna. Viska var stofnuð að norrænni fyrirmynd og við höfum frá upphafi lagt áherslu á að samtal og samvinna utan hefðbundinna kjaraviðræðna skili betri niðurstöðum fyrir bæði launafólk og atvinnulíf. Það er því mjög jákvætt að SA og Viska taki höndum saman með þessum hætti“ sagði Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri Visku.
Viska var stofnuð að norrænni fyrirmynd og hefur frá upphafi lagt áherslu á að samtal og samvinna utan hefðbundinna kjaraviðræðna skili betri árangri.

Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri Visku og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA).