Beint í efni
Hendur rétta Visku kort
Fréttir

Launa­töflu­auki rík­is­starfs­manna

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Laun félagsfólks hjá Visku sem starfa hjá ríkinu hækka um 1,24% þann 1. september. Hækkunin kemur til útgreiðslu 1. október.

Í síðustu kjaralotu var Viska fyrsta stéttarfélag háskólamenntaðra til þess að semja um launatöfluauka við ríkið. Markmið aukans er að launaskrið á almennum markaði skili sér til opinberra starfsmanna. Niðurstaða launatöfluaukans liggur fyrir: Laun félagsfólks Visku hjá ríkinu hækka um 1,24% frá og með 1. september 2025, hækkunin kemur til útgreiðslu 1. október 2025.

Ný launatafla fyrir félagsfólk Visku hjá ríkinu gildir frá 1. september til og með 1. apríl 2026. Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku. Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.

„Viska barðist fyrir því í síðustu samningum að laun ríkisstarfsmanna myndu að minnsta kosti hækka í takt við almenna markaðinn á samningstímabilinu - ánægjulegt er að sjá afrakstur þeirrar baráttu.”

Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku