Hér getur þú séð hvað er í brennidepli hjá Visku. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og fjölbreyttri fræðslu fyrir félagsfólk sitt.
Í byrjun mars bauð Viska félagsfólki sínu upp á aðstoð við skil á skattframtali í formi netnámskeiða og einstaklingsráðgjafar. Góð aðsókn var á námskeiðin og bókuðust tímar í einstaklingsráðgjöf upp.
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) er fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða.
Nýverið undirrituðu Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) og Viska – stéttarfélag samstarfssamning um fræðslu á sviði kjara- og réttindamála fyrir háskólanema sem snúa aftur til Íslands eftir nám erlendis.
Líkt og á síðasta ári býður Viska félagsfólki sínu upp á fræðslu og ráðgjöf vegna skila á skattframtali. Boðið verður upp á rafræn námskeið sem taka tillit til ólíkra hópa, hvort sem er launafólks eða sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Viska og Stúdentaráð Listaháskóla Íslands (SLHÍ) hafa gert með sér samstarfssamning um fræðslu til háskólanema á sviði kjara- og réttindamála.
Nýr kjarasamningur Visku og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.
Félagsfólk Visku hefur fengið greitt úr Vísindasjóði vegna ársins 2025.
Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undir kjarasamning til fjögurra ára.
Greitt verður úr Vísindasjóði Visku föstudaginn 14. febrúar nk. Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr Vísindasjóðnum.
Boðað er til fundar kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 16:00–18:00. Fundurinn fer fram í fundarsal Visku – stéttarfélags, á 3. hæð í Borgartúni 27. Fyrir þau sem ekki komast á staðinn verður í boði að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Viska er með kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Í þeim samningum er kveðið á um að hækkanir á almennum markaði nái til félagsfólks Visku.