Hér getur þú séð hvað er í brennidepli hjá Visku. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og fjölbreyttri fræðslu fyrir félagsfólk sitt.
Desemberuppbót fyrir árið 2024 skal greidd 1. desember og miðast við fullt starf á tímabilinu 1. janúar til 31. október. Upphæðin er föst krónutala og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamnings.
Viska gerði nýjan heildarkjarasamning við Reykjavíkurborg 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki í síðustu viku og var kosið um hann meðal félagsfólks Visku sem starfar hjá Reykjavíkurborg.
Viska undirritaði langtímasamning við Reykjavíkurborg þann 20. nóvember. Félagsfólk í Visku sem vinnur hjá Reykjavíkurborg getur nú greitt atkvæði um samninginn.
Kaupmáttur ungs fólks á aldrinum 30–39 ára hefur staðið í stað í tvo áratugi á Íslandi, þar af í 25 ár hjá körlum. Á sama tíma hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist mun meir á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Kaupmáttur fólks yfir sextugu á Íslandi hefur aukist þrefalt til fjórfalt á við kaupmátt 30-39 ára á öldinni.
Um þetta er fjallað í greiningu Visku í nóvember.
Í dag skrifuðu Viska og samninganefnd Reykjavíkurborgar undir kjarasamning til fjögurra ára.
Fulltrúar Visku og Reykjavíkurborgar hafa setið tíða fundi síðustu vikurnar og eru viðræðurnar langt á veg komnar.
Ný staða kjara- og réttindafulltrúa háskólanema verður sett á laggirnar sem hluti af samstarfssamningi sem Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska hafa gert með sér. Er þetta í fyrsta sinn sem slík þjónusta verður í boði fyrir háskólanema hér á landi. Þetta eru ekki aðeins tímamót í þjónustu SHÍ við háskólanema heldur einnig ný skref í þjónustuframboði íslensks stéttarfélags.
Vegna flutninga í nýtt og endurbætt húsnæði verður skrifstofa Visku, sem áður var staðsett í Borgartúni 6, lokuð þessa vikuna.
Viska og Félag atvinnurekenda (FA) undirrituðu í dag nýjan kjarasamning. Með þessum samningi verður til fyrsti kjarasamningurinn fyrir félagsfólk Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA en um leið er hann nýr valkostur fyrir háskólamenntaða sérfræðinga á þeim vettvangi.
Samninganefndir Visku og Reykjavíkurborgar funda með reglubundnum hætti þessa dagana og er góður gangur í viðræðunum.
Þann 24. október næstkomandi standa 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. BHM er eitt aðstandenda.