loading...
loading...
Hér getur þú séð hvað er í brennidepli hjá Visku. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og fjölbreyttri fræðslu fyrir félagsfólk sitt.
Félagsfólki í Visku er boðið að koma saman í anddyri Bíó Paradísar og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.
Fyrstu kosningum til stjórnar Visku, sem stóðu frá 9. apríl til kl. 12:00 á hádegi í dag þann 16. apríl, er nú lokið.
Boðað er til aðalfundar Visku 29. apríl 2025 frá kl. 16:30 til 18:00. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur og verður haldinn í fundarsal Visku á 3. hæð í Borgartúni 27.
Kosningar til stjórnar Visku eru nú hafnar og standa til kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl.
Kjörstjórn Visku tilkynnir hér með að framboðsfrestur til stjórnar félagsins var til og með 7. apríl síðastliðnum. Eitt framboð barst til embættis formanns, frá núverandi formanni Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur.
Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga í Visku ásamt öðrum félögum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða hvetja borgaryfirvöld til að standa við fyrirheit um öflugri skólasöfn með því að bæta bókakost en gera jafnframt betur og bæta einnig aðstöðu og mannafla skólasafna í Reykjavík.
Opnað hefur verið fyrir framboð til stjórnar félagsins og er framboðsfrestur til og með 7. apríl.
Vefur Visku hlaut verðlaun í flokki efnis- og fréttaveita á Íslensku vefverðlaununum, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hörpu síðastliðinn föstudag. Að auki var vefurinn útnefndur upphlaupari ársins í flokki fyrirtækjavefja fyrir smærri fyrirtæki.
Í byrjun mars bauð Viska félagsfólki sínu upp á aðstoð við skil á skattframtali í formi netnámskeiða og einstaklingsráðgjafar. Góð aðsókn var á námskeiðin og bókuðust tímar í einstaklingsráðgjöf upp.
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) er fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða.
Nýverið undirrituðu Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) og Viska – stéttarfélag samstarfssamning um fræðslu á sviði kjara- og réttindamála fyrir háskólanema sem snúa aftur til Íslands eftir nám erlendis.