Hér getur þú séð hvað er í brennidepli hjá Visku. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og fjölbreyttri fræðslu fyrir félagsfólk sitt.
Nýr kjarasamningur Visku og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.
Félagsfólk Visku hefur fengið greitt úr Vísindasjóði vegna ársins 2025.
Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undir kjarasamning til fjögurra ára.
Greitt verður úr Vísindasjóði Visku föstudaginn 14. febrúar nk. Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr Vísindasjóðnum.
Boðað er til fundar kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 16:00–18:00. Fundurinn fer fram í fundarsal Visku – stéttarfélags, á 3. hæð í Borgartúni 27. Fyrir þau sem ekki komast á staðinn verður í boði að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Viska er með kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Í þeim samningum er kveðið á um að hækkanir á almennum markaði nái til félagsfólks Visku.
Í lok síðasta árs undirrituðu Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska – stéttarfélag samstarfssamning. Hluti af samningnum fól í sér ráðningu kjara- og réttindafulltrúa við skrifstofu SHÍ. Gengið var frá ráðningu í byrjun janúar og var Karen Lind Skúladóttir ráðin í starfið.
Viska hefur nú tryggt samstarf við stéttarfélög á öllum Norðurlöndum, sem markar stóran áfanga í því að efla þjónustu og hagsmunagæslu félagsfólks innan alþjóðlegs vinnumarkaðar. Þetta samstarf tryggir að félagsfólk Visku, sem hyggur á störf eða nám í einhverju af Norðurlöndunum, geti fengið nauðsynlegan stuðning, ráðgjöf og þjónustu hjá systurfélögum Visku í hverju landi.
85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað, og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku sem fór fram dagana 3.-13. janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar könnuninni.
Viska hvetur stjórnvöld til að hlusta á starfsfólk stofnana og minnir á að sterkur ríkisrekstur byggir á góðum kjörum og öflugum mannauði.
Stjórn og starfsfólk Visku óskar þér og þínum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári. Viska þakkar frábærar móttökur á fyrsta starfsári sínu.
Kynslóðasáttmáli Visku leggur til 12 aðgerðir í þágu unga fólksins – þarf kynslóðasáttmála í stjórnarsáttmálann?