Fréttir
Hér getur þú séð hvað er í brennidepli hjá Visku. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og fjölbreyttri fræðslu fyrir félagsfólk sitt.
Þjónusta Visku í júlí
Breyttur opnunartími á skrifstofu Visku í júlí.
Evrópumet! Háskólamenntun minnst metin á Íslandi
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu.
Evrópumet! – Háskólamenntun minnst metin á Íslandi
Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu. Komið er að endastöð fyrir krónutöluhækkanir á vinnumarkaði – fyrir launafólk og fyrirtæki.
Framlenging kjarasamnings Visku og Samtaka atvinnulífsins
Viska hefur undirritað endurnýjaðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) sem tekur afturvirkt gildi frá 1. maí 2025. Samningurinn byggir í megindráttum á fyrri samningi aðila en felur jafnframt í sér ýmsar breytingar sem styrkja réttindi félagsfólks Visku.
Verkefni næsta starfsárs hjá kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga
Á næsta starfsári mun Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga halda áfram að byggja upp starfsemi sína og efla stöðu félagsfólks innan Visku. Áhersla verður lögð á að styrkja innviði deildarinnar, auka sýnileika stéttarinnar og vinna markvisst að því að bæta kjör og starfsskilyrði bókasafns- og upplýsingafræðinga.
Fékkst þú greidda orlofsuppbót?
Það er mikilvægt að launafólk fylgist vel með hvort orlofsuppbót skili sér ekki með launagreiðslu þess mánaðar sem við á með því að skoða launaseðil sinn.
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna?
Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað.
Viska og Stjórnarráð Íslands undirrita stofnanasamning
Viska hefur gert sinn fyrsta stofnanasamning við Stjórnarráð Íslands. Samningurinn er mikilvægur áfangi fyrir félagsfólk Visku innan stjórnarráðsins, sem þegar telur vel á annað hundrað, og styrkir formlega tengingu félagsins við vinnustaðinn.
Ný stjórn kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga í Visku
Opnað var fyrir framboð til stjórnar kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga í Visku þann 5. maí síðastliðinn og rann framboðsfrestur út á miðnætti í gær, fimmtudaginn 8. maí.
Samstarf Jónsbókar og Visku á sviði gervigreindar
Viska og Jónsbók hafa gert með sér samkomulag um spennandi samstarf á sviði gervigreindar. Verkefnið snýst um að þróa sérsniðinn gervigreindargrunn sem getur orðið undirstaða fjölmargra gervigreindarlausna sem stéttarfélag eins og Viska þarf á að halda – bæði í daglegri starfsemi og framtíðarverkefnum.
Fékkst þú launahækkun við síðustu útborgun?
Samkvæmt kjarasamningum sem Viska gerði á opinberum markaði áttu laun að hækka frá og með 1. apríl síðastliðnum. Það þýðir að launahækkun hefði átt að skila sér til félagsfólks þegar greitt var út núna að apríl liðnum.