29 niðurstöður fundust við leit að „Uppsagnir og starfslok“
Mismunandi reglur gilda um uppsögn og málsmeðferð eftir því hvort starfslok verða hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumarkaði.
Mismunandi reglur gilda um uppsögn og málsmeðferð eftir því hvort starfslok verða hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumarkaði.
Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM við Samband íslenska sveitarfélaga er kveðið á um þá meginreglu að óheimilt er að segja starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna. Viðeigandi ákvæði stjórnsýsluréttar gilda um meðferð mála.
Mismunandi ákvæði um uppsögn og málsmeðferð geta verið í gildi milli ólíkra vinnumarkaða samkvæmt lögum og kjarasamningum. Félagsfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Visku til að kanna rétt sinn ef mál þess er komið í farveg uppsagnar af hálfu vinnuveitanda, eða það hyggst sjálft segja upp.
Ákveðnum hópum launafólks er tryggð sérstök vernd gegn uppsögn samkvæmt lögum og kjarasamningum.
Á hinum almenna vinnumarkaði er meginreglan sú að vinnuveitanda er ekki skylt að tilgreina ástæðu uppsagnar eða rökstyðja hana með vísan til málefnalegra sjónarmiða.
Viðtal um ástæður uppsagnar Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Starfsmaður getur óskað þess þegar að loknu viðtali eða innan fjögurra sólarhringa að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Fallist atvinnurekandi á þá ósk hans, skal við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá. Fallist atvinnurekandi ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar á starfsmaður, innan fjögurra sólarhringa, rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stéttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess.
Viðtal um ástæður uppsagnar Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Starfsmaður getur óskað þess þegar að loknu viðtali eða innan fjögurra sólarhringa að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Fallist atvinnurekandi á þá ósk hans, skal við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá. Fallist atvinnurekandi ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar á starfsmaður, innan fjögurra sólarhringa, rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stéttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess.
Forstöðumaður stofnunar hefur rétt til að segja starfsmanni upp störfum að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
Að ýmsu er að huga þegar kemur að starfslokum en mismunandi er eftir því hvar á vinnumarkaðinum fólk starfar hvernig réttindum er háttað.
Starfsmannalög og meginreglur stjórnsýsluréttarins gilda um ráðningarmál starfsmanna ríkisins.
Félagsfólk í Visku vinnur fjölbreytt störf á öllum sviðum samfélagsins, hjá hinu opinbera og í fyrirtækjum á almennum markaði. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur Visku vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.
Á starfsfólki ríkisins hvíla ríkari skyldur en almennt gerist á hinum almenna vinnumarkaði.
Allt launafólk á rétt á launum frá vinnuveitanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort félagsmaður er opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði. Tilkynna ber yfirmanni um veikindi við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði fari hann fram á það. Greiðir hann þá gjaldið fyrir vottorðið.
Mismunun launafólks að því er varðar aðgengi að störfum, við ráðningar og framgang í starfi, ákvörðun launa og annarra starfskjara og uppsagnir, er óheimil lögum samkvæmt.
Öll erum við jöfn fyrir lögum og mismunun á grundvelli kyns, þjóðernis, fötlunar, kynhneigðar eða annarra þátta er bönnuð. Öll þurfum við að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins.
Auknar skyldur eru lagðar á vinnuveitendur sem áforma hópuppsagnir. Tilkynna ber fulltrúum starfsmanna um slík áform og hafa samráð um leiðir til að fækka í hópi þeirra sem til stendur að segja upp.