Beint í efni
Manneskja horfir á hafið
Um Visku

Fé­lagsnet

Félagsnet Visku vinna að því að styrkja stöðu þess félagsfólks sem tilheyrir þeim, efla tengslanet félagsfólks og stuðla að aukinni þekkingu og framþróun á sér- eða áhugasviði félagsfólks.

Fé­lagsnet Visku

  • Félagsnet arkitekta

    Störf arkitekta spanna vítt svið, allt frá skipulagsgerð og hönnun mannvirkja til kennslu og rannsókna. Arkitektar í Visku geta skráð sig í félagsnet arkitekta.

    Lesa nánar
  • Félagsnet djákna

    Djáknar eru vígðir af biskupi og sinna fjölþættri kærleiksþjónustu. Djáknar í Visku geta skráð sig í félagsnet djákna.

    Lesa nánar
  • Félagsnet fjölskyldufræðinga

    Fjölskyldumeðferð er árangursríkt meðferðarúrræði þar sem tekið er mið af fjölskyldunni sem heild og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Fjölskyldufræðingar í Visku geta skráð sig í félagsnet fjölskyldufræðinga.

    Lesa nánar
  • Félagsnet fræðafólks sem starfar sjálfstætt

    Starf fræðafólks er fjölbreytt, það stundar rannsóknir, stundakennslu, handritagerð, ljósvakamiðlun, meðal annars. Sjálfstætt starfandi fræðafólk í Visku getur skráð sig í félagsneti fræðafólks sem starfar sjálfstætt.

    Lesa nánar
  • Félagsnet listmeðferðafræðinga

    Listmeðferðarfræðingar veita meðferð sem byggir á sálfræðikenningum og myndsköpun. Listmeðferðarfræðingar í Visku geta skráð sig í félagsnet listmeðferðarfræðinga.

    Lesa nánar
  • Félagsnet íþróttafræðinga

    Íþróttafræðingar hafa að leiðarljósi að bæta heilsu fólks, fyrirbyggja sjúkdóma og aðstoða einstaklinga við að ná bata eftir veikindi. Íþróttafræðingar í Visku geta skráð sig í félagsnet íþróttafræðinga.

    Lesa nánar
  • Félagsnet myndlistafólks

    Félagsnet myndlistafólks heldur utan um félagsfólk Visku sem starfar við menningar- og skapandi greinar sem og myndlistafólk sem starfar við aðrar atvinnugreinar.

    Lesa nánar
  • Félagsnet safnafólks

    Safnafólk er fólk sem starfar á söfnum landsins eða hefur menntað sig í safnafræðum. Safnafólk í Visku getur skráð sig í félagsnet safnafólks.

    Lesa nánar
  • Félagsnet táknmálstúlka

    Táknmálstúlkar vinna við að túlka við allar aðstæður daglegs lífs. Táknmálstúlkar í Visku geta skráð sig í félagsnet táknmálstúlka.

    Lesa nánar
  • Félagsnet talmeinafræðinga

    Talmeinafræðingar starfa í leikskólum, skólum, á sjúkrahúsum, endurhæfingarstöðvum, greiningarteymum og á eigin stofum. Talmeinafræðingar í Visku geta skráð sig í félagsnet talmeinafræðinga.

    Lesa nánar
  • Félagsnet tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi

    Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Fagfólk í tómstundastarfi í Visku geta skráð sig í félagsnet tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi.

    Lesa nánar
Kona sem stendur og brosir
Hvað gera félagsnet?

Skipu­lag og starfs­hætt­ir

Félagsnet bera ábyrgð á innra skipulagi sínu, starfa í samræmi við starfsreglur sem stjórn félagsins setur þeim og eru stjórn til ráðgjafar. Fulltrúar félagsneta eiga sæti í fulltrúaráði Visku.

Ungur maður situr og talar í síma
Sérsniðin hagsmunagæsla

Fríð­indi til fé­lagsneta

Öflugt starf kjaradeilda og félagsneta skiptir miklu máli fyrir jafn fjölbreytt stéttarfélag og Viska er. Það gefur stjórnendum og starfsfólki félagsins færi á að skilja betur hagsmuni félagsfólks og virkjar einnig félagsfólk í þeirri mikilvægu hagsmunabaráttu sem félagið sinnir.

Félagsnet Visku eru hjartað í félagsstarfinu og einstakt tækifæri til að auka samráð félagsfólks og stjórnar. Ég hvet öll í Visku sem vilja til að hafa samband við okkur til að fræðast um hvernig þau geti starfað á vettvangi félagsneta.

Brynhildur