Skráning í Visku
Þú getur skráð þig í Visku ef þú ert með háskólamenntun, ert í háskólanámi eða gegnir sérfræðistarfi sem krefst þekkingar sem alla jafnan er á háskólastigi. Fylltu út formið – og við sjáum um rest.
Hvað gerir Viska fyrir mig?
Hjá Visku er þjónustan sérsniðin að háskólamenntuðum, sendu okkur fyrirspurn hér. Ráðgjafar Visku aðstoða félagsfólk við eftirfylgni og túlkun kjarasamninga og ráðningasamninga. Ráðgjafar Visku geta svarað svarað spurningum varðandi kjara- og réttindamál háskólamenntaðra .
Sérfræðingar Visku aðstoða við lausn ágreiningsmála sem kunna að koma upp á vinnumarkaði. Ef þess er óskað getur Viska verið talsmaður einstakra félagsmanna gagnvart vinnuveitanda og veitt lögfræðilega ráðgjöf í málum.
Við uppsögn geta sérfræðingar Visku veitt ráðgjöf um atriði sem snúa að framkvæmd uppsagnarinnar og uppgjöri vegna starfsloka, til dæmis varðandi áunnið orlof og innheimtu útistandandi launa.
Sendu okkur fyrirspurn hér.Þú færð faglega greiningu á þinni stöðu með lífeyrisráðgjöf Visku. Allar ráðleggingar byggja á traustum gögnum og opinberum upplýsingum – án tengsla við lífeyrissjóði, tryggingafélög eða aðra markaðsaðila með þínum hagsmunum að leiðarljósi.
Hjá Visku ráðleggjum við þér fyrir launaviðtalið, bókaðu tíma í ráðgjöf hér.
Hjá Visku hjálpum við þér að gera ferilskrár og velja störf, bókaðu tíma í ráðgjöf hér.
Hversu háa styrki get ég sótt um og hvenær?
Veldu þá styrki sem þú vilt vita allt um.
Starfsþróunarsetur háskólamanna
Ef þú ert á almennum vinnumarkaði tekur það sex mánuði að öðlast réttindi til að sækja um styrk, en einn mánuð ef þú ert á opinberum vinnumarkaði. Þú getur fengið um 600.000 kr. styrk á 24 mánaða fresti fyrir starfsþróun og endurmenntun.Kynntu þér allt um starfsþróunarsetur háskólamanna hér.
Starfsmenntunarsjóður BHMÞú þarft sex mánuði af greiðslum til að öðlast réttindi og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn. Sjóðurinn býður upp á styrk upp á 120.000 kr. á 24 mánaða fresti fyrir endurmenntun.
Eftir einn mánuð af greiðslum öðlast þú rétt í orlofssjóð BHM. Þá færðu aðgang að 50.000 kr. afslætti í flug (innanlands og erlendis) og fjölmörgum sumarhúsum um land allt. Athugaðu að hjá Visku hefur þú aðgang að mun fleiri orlofshúsum á Suðurlandi en hjá öðrum stéttarfélögum (á hvern félagsmann).
Með því að vera í félaginu þá öðlast þú aðild úr vísindasjóði Visku sem greiddur er út einu sinni á ári. Styrkurinn er reiknaður út frá innborgun vinnuveitanda í sjóðinn frá 1. janúar til 31. desember, sem nemur prósentu af dagvinnulaunum. Félagar fá úthlutun í febrúar ár hvert og tilkynning er send í tölvupósti þegar greiðsla hefur átt sér stað. Með því að greiða í vísindasjóð færðu í raun kaupauka á hverjum mánuði, greiddan út í upphafi næsta árs.
Mótframlag í vísindasjóð
Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum
Önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg 1,5% af dagvinnulaunum
Almennur vinnumarkaður 1,5% af dagvinnulaunumÞú þarft að greiða í sjúkrasjóð BHM í sex mánuði til að öðlast réttindi til að sækja um styrk. Greiðslur þurfa að hafa borist þremur mánuðum áður en umsókn er send inn. Styrkir eru til dæmis fyrir líkamsrækt, sálfræðikostnað, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrk og sjúkradagpening.
Þú þarft að greiða í styrktarsjóð BHM í sex mánuði til að öðlast réttindi til að sækja um styrk. Greiðslur þurfa að hafa borist þremur mánuðum áður en umsókn er send inn. Styrkir eru til dæmis fyrir líkamsrækt, sálfræðikostnað, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrk og sjúkradagpeninga.
Hvaða áhrif hefur það á mína stöðu á vinnumarkaði að skipta um stéttarfélag?
Þér eru allir vegir færir og þú skalt skrá þig.
Þér eru allir vegir færir og þú skalt skrá þig.
Athugaðu samt sem áður að ef þú tilheyrir heilbrigðisstétt þá er ábyggilega til stéttar- og fagfélag fyrir þá stétt. Þér er velkomið að koma í Visku en við viljum samt sem áður að þú tilheyrir því stéttarfélagi sem hentar þínum hagsmunum best.
Þá skaltu hafa samband við okkur.
Þá skaltu hafa samband við okkur.
Háskólanemar í Visku fá aðgang að Viska - stúdent, skráðu þig hér.