Beint í efni
Ung kona í gróðurhúsi í tölvu
Um Visku

Kjara­deild­ir

Kjaradeildir Visku sjá um kjara- og fræðslumál eftir fagsviðum og starfsvettvangi. Þær gæta hagsmuna síns félagsfólks og geta samið fyrir þeirra hönd.

Vilt þú stofna kjara­deild?

Félagsfólki er heimilt að leggja fyrir aðalfund að stofnuð verði kjaradeild tengd fagsviði, starfsvettvangi eða landsvæði. Skriflegar tillögur félagsfólks um stofnun kjaradeildar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en sjö sólarhringum fyrir aðalfund Visku og skulu birtar á vef félagsins. 

Lestu allt um hvernig á að stofna kjaradeild.

Svartur sandur og skeljar
Kjaradeildir

Fríð­indi kjara­deilda

Öflugt starf kjaradeilda og faghópa innan félagsins skiptir gífurlega miklu máli fyrir jafn fjölbreytt stéttarfélag og Visku. Það gefur félaginu færi á að skilja betur hagsmuni félagsfólks og virkjar auk þess félagsfólk í þeirri mikilvægu hagsmunabráttu sem félagið sinnir.

Það er mikilvægt fyrir samheldnar stéttir að geta haldið hópinn í stóru stéttarfélagi. Í kjaradeildum höldum við utan um málefni hópsins okkar á meðan stjórn og skrifstofa sinna stóru málunum.

Kristjana Mjöll Hjörvar Jónsdóttir
maður í gróðurhúsi brosandi
Kjaradeild

Kjara­deild bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­inga

Launafólk sem hefur menntað sig í bókasafns- og upplýsingafræðum eða starfar við bókasafns- og upplýsingafræði getur skráð sig í kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga.