Skiptilykillinn
Að skipta um stéttarfélag þarf ekki að vera flókið ferli. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman lykilupplýsingar um allt sem þú þarft að vita.
Hvað þarf ég að gera?
Áður en þú fyllir út skráningaformið getur verið gott að smella á plús hér fyrir neðan sem á við um þig og lesa aðeins meira.
Þér eru allir vegir færir og þú skalt skrá þig.
Þér eru allir vegir færir og þú skalt endilega senda inn umsókn.
Athugaðu samt sem áður að ef þú tilheyrir heilbrigðisstétt þá er ábyggilega til stéttar- og fagfélag fyrir þá stétt. Þér er velkomið að koma í Visku en við viljum samt sem áður að þú tilheyrir því stéttarfélagi sem hentar þínum hagsmunum best.
Þá skaltu hafa samband við okkur.
Þá skaltu hafa samband við okkur.
Háskólanemar í Visku fá aðgang að námsmannaþjónustu Visku.
Ef þú ert að vinna með námi þá skaltu velja það sem á við um þig hér fyrir ofan. Ef þú ert ekki í vinnu meðfram námi þá skaltu samt endilega sækja um aðild að Visku. Allir háskólanemar fá frían aðgang að námsmannaþjónustu Visku óháð því hvort þeir vinni eða ekki.
Athugaðu þó að styrkir og sjóðir stéttarfélaga eru aðeins aðgengilegir þeim sem eru í einhverri fastri vinnu.
Hvað gerist svo?
Þegar þú hefur skráð þig þá afgreiðum við skráninguna fljótt og örugglega. Þegar skráningin er afgreidd færð þú tölvupóst með staðfestingu. Því næst fær launagreiðandi þinn tölvupóst frá okkur (með afrit á þig) með praktískum upplýsingum um aðild þína að Visku.