Orlofssjóður
Félagsfólk í Visku á aðild að Orlofssjóði BHM, sem leigir félögum orlofshús og íbúðir um land allt og býður upp á gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikortið og ferðaávísanir. Þá fær félagsfólk afslætti hjá fyrirtækjum vítt og breitt um landið.
Orlofshús og íbúðir
Félagsfólk í Visku á kost á að leigja orlofshús og íbúðir út um land allt. Orlofshús eru staðsett í Brekkuskógi, við Hreðavatn, á Akureyri og á Egilsstöðum.
Í Brekkuskógi er hægt að leigja hús sem sérstaklega var hannað til að mæta þörfum fólks með skerta hreyfigetu.
Gæludýr eru velkomin í nokkur orlofshús, flest í Brekkuskógi.
Gjafabréf í flug, ferðaávísanir og afslættir
Félagsfólk í Visku getur keypt inneign upp í flugferðir með Icelandair og Play.
Þú getur keypt inneign upp í flugferðir hér.
Einnig er hægt að kaupa ferðaávísun sem hægt er að nýta í gistingu hjá samstarfsaðilum og gönguferðir um land allt.
Skoðaðu úrval af ferðaávísunum hér.
Félagsfólk í Visku fær afslætti hjá fyrirtækjum vítt og breitt um landið.
Hér getur þú fræðst meira um afslætti á vefum Orlofssjóðs BHM.
Réttindi og úthlutanir
Rétt í Orlofssjóði BHM á félagsfólk sem greitt hefur verið fyrir orlofssjóðsframlag í einn mánuð.