Beint í efni
Kjör og réttindi

Starfs­mat sveit­ar­fé­laga

Starfsmat er kerfi sem notað er til að leggja mat á hvaða ábyrgð og skyldur starf felur í sér og hvaða kröfur þarf að gera til starfsmannsins sem því sinnir. Kerfið var hannað til að hægt væri að leggja samræmt mat á ólík störf og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf.

Starfsmat Visku

Til að finna störf hjá Reykjavíkurborg þá getur þú smellt hér.

Störf hjá öðrum sveitarfélögum má finna undir Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga með því að smella hér.

Hvað er starfsmat?

Hjá Visku byggjast laun félagsfólks sem starfar hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum annars vegar á miðlægum heildarkjarasamningi og hins vegar sérstöku starfsmati.

Verkefnastofa starfsmats sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Starfsmat er:

  • Aðferð til að leggja samræmt mat á ólík störf
  • Aðferð til að gera forsendur launaákvarðana sýnilegri
  • Aðferð til þess að gera rökin á bak við launaákvarðanir skýrari
  • Leið til að ákvarða sömu laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf

Starfsmat er ekki:

  • Mat á persónulegri hæfni starfsmanna í starfi
  • Mat á árangri starfsmanna í starfi
  • Mat á frammistöðu starfsmanna í starfi

Hvernig er starf metið?

Röðun starfa í starfsmati er á ábyrgð starfsmatsnefndar sem skipuð er 3 fulltrúum vinnuveitanda og 3 fulltrúum stéttarfélaga.

Mikilvægt er að endurmeta störf með reglulegu millibili til þess að fylgja eftir breytingum eða þróun starfa. Alltaf er unnt að óska eftir endurmati á starfi ef starfsmanni eða hópi starfsmanna finnst matið á starfinu ekki rétt á einstökum þáttum eða að matið nái ekki yfir verksvið og/eða umfang viðkomandi starfs.

Gagnlegar upplýsingar

Maður stendur við handrið með spenntar greipar
Þjónusta Visku

Senda fyr­ir­spurn

Hægt er að senda okkur fyrirspurn sem tengist starfsemi félagsins eða kjörum þínum og réttindum með því að fylla út í formið hér fyrir neðan.

Kona starir á vita
Kjör og réttindi

Kjara­samn­ing­ar

Viska gerir kjarasamninga fyrir hönd sinna félaga. Þessir miðlægu samningar eru sá grunnur sem mögulegir stofnana- eða fyrirtækjasamningar byggja síðan ofan á, eftir því sem við á hjá hverjum vinnustað.

Kona með gleraugu brosir úti
Sjóðir og styrkir

Styrk­ir og sjóð­ir

Félagsfólk í Visku hefur aðgang að fjölbreyttum sjóðum og styrkjum.

Sitjandi manneskjur þar sem mynd er tekin ofan frá
Kjör og réttindi

Þín rétt­indi

Á starfsævinni geta komið upp margvíslegar aðstæður þar sem mikilvægt er að þekkja sín kjara- og réttindamál vel.