Beint í efni
Sjóðir og styrkir

Starfs- og end­ur­mennt­un

Vegna sífelldra breytinga á vinnuumhverfi og verkefnum er mikilvægt að fólk geti stöðugt aflað sér nýrrar þekkingar og hæfni. Með símenntun getur fólk bætt stöðu sína á vinnumarkaði, aukið starfsöryggi sitt og starfsánægju. Félagsfólk Visku hefur aðgang að styrkjum sem stuðla að framþróun í starfi.

Starfsmenntunarsjóður

Að bæta við sig þekkingu getur skapað ný tækifæri og eflt fólk í starfi. Starfsmenntunarsjóður BHM aðstoðar og styrkir félaga til að endurmennta sig og sækja sér fræðslu með fjölbreyttum hætti.

Sjóðurinn styrkir félaga til náms og til að sækja einstök námskeið, ráðstefnur, málþing eða til að fara í fræðslu- og kynnisferðir innanlands eða utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.

Kynntu þér styrki úr starfsmenntunarsjóðnum hér.

Allt félagsfólk sem greitt hefur í starfsmenntunarsjóð BHM í sex mánuði, þar af þrjá mánuði samfellt, á rétt á styrkjum.

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Kona og maður að tala saman úti sitjandi á bekk

Starfsþróunarsetur háskólamanna

Hlutverk Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi félagsfólks aðildarfélaga BHM sem aðild eiga að setrinu og markvissri starfsþróun stofnana.

Starfsþróunarsetrið veitir styrki til einstaklinga og stofnana vegna náms, námskeiða, ráðstefna og annarra verkefna sem tengjast starfsþróun. 

Kynntu þér styrki úr starfsþróunarsetrinu hér.

Allt félagsfólk sem starfar á opinberum vinnumarkaði (ríki eða sveitarfélagi) og greitt hefur í einn mánuð á rétt á styrkjum. Allt félagsfólk sem starfar á almennum vinnumarkaði og greitt hefur í sex mánuði, þar af þrjá mánuði samfellt, á rétt á styrkjum.

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Maður á hlaupahjóli

Starfsmennt fræðslusetur

Félagar Visku sem eiga aðild að Starfsþróunarsetrinu og starfa á opinbera markaðnum, geta sótt námskeið, námsleiðir, fyrirlestra og aðra fræðslu sem skipulögð er af Starfsmennt fræðslusetri. Setrið styrkir þátttöku félagsfólks að fullu, án þess að ganga á persónulegan rétt þeirra hjá Starfsþróunarsetri.

Vinsamlegast athugið að þetta á ekki við um allt félagsfólk Visku heldur eingöngu þau sem starfa á opinbera markaðnum (ríki og sveitarfélög), félagsfólk sem starfar á almenna markaðnum geta ekki sótt fræðslu Starfsmenntar endurgjaldslaust þótt það greiði til setursins.

Fjölbreytt námskeið eru í boði hjá Starfsmennt sem félagsfólk er hvatt til að skoða vel. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir næstu námskeið.

Nánari leiðbeiningar til einstaklinga um hvernig skuli haga skráningu til að virkja rétt sinn er að finna á síðunni greiðsluþátttaka hjá Starfsmennt.

Aðrir styrkir og sjóðir

Manneskjur sem ekki sjást fram í að tala saman
Sjóðir og styrkir

Lík­ami og sál

Félagsfólk í Visku getur fengið fjárhagslega aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. 

Kona starir á vita
Sjóðir og styrkir

Or­lofs­sjóð­ur

Félagsfólk í Visku á aðild að Orlofssjóði BHM, sem leigir félögum orlofshús og íbúðir um land allt, og býður upp á gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikortið og ferðaávísanir. 

Fjara, þari og flug
Sjóðir og styrkir

Vís­inda­sjóð­ur

Aðild að Visku opnar á úthlutun úr Vísindasjóði félagsins en sjóðnum er ætlað að vera kaupauki fyrir félaga sem greiddur er út í febrúar. 

Manneskja horfir á hafið
Sjóðir og styrkir

Star­f­end­ur­hæf­ing

Félagsfólk í Visku hefur aðgang að þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs.