Ávinnsla réttinda í sjóðum
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að fjölbreyttum sjóðum og styrkjum og hér er hægt að lesa allt um ávinnslu réttinda í sjóði.
Viska er aðili að BHM, sem er bandalag margra stéttarfélaga sem vinna saman að ýmsum hagsmunamálum. Þessi félög reka sameiginlega sjóði í gegnum skrifstofu BHM. Ef þú ert í öðru stéttarfélagi innan BHM heldur þú réttindum í alla sjóði. Hins vegar, ef þú ert í félagi sem er ekki hluti af BHM, þarftu að byrja upp á nýtt að ávinna þér réttindi í sjóðum.
Ávinnsla réttinda
Þú þarft að greiða í sjóðinn í sex mánuði til að öðlast réttindi til að sækja um styrk. Greiðslur þurfa að hafa borist þremur mánuðum áður en umsókn er send inn. Styrkir eru til dæmis fyrir líkamsrækt, sálfræðikostnað, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrk og sjúkradagpeninga.
Þú þarft einnig að greiða í sjóðinn í sex mánuði til að öðlast réttindi til að sækja um styrk. Greiðslur þurfa að hafa borist þremur mánuðum áður en umsókn er send inn. Styrkir eru til dæmis fyrir líkamsrækt, sálfræðikostnað, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrk og sjúkradagpeninga.
Eftir einn mánuð af greiðslum öðlast þú rétt. Þá færðu aðgang að ýmsum afsláttarmiðum fyrir flug, sumarhús o.fl.
Þú þarft sex mánuði af greiðslum til að öðlast réttindi og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn. Sjóðurinn býður upp á styrk upp á 120.000 kr. á 24 mánaða fresti fyrir endurmenntun.
Ef þú ert á almennum vinnumarkaði tekur það sex mánuði að öðlast réttindi til að sækja um styrk, en einn mánuð ef þú ert á opinberum vinnumarkaði. Þú getur fengið um 600.000 kr. styrk á 24 mánaða fresti fyrir starfsþróun og endurmenntun.
Með aðild að Visku öðlast þú rétt til úthlutunar úr vísindasjóði félagsins, sem greiddur er út einu sinni á ári. Styrkurinn er reiknaður út frá innborgun vinnuveitanda í sjóðinn frá 1. janúar til 31. desember, sem nemur prósentu af dagvinnulaunum. Félagar fá úthlutun í febrúar ár hvert og tilkynning er send í tölvupósti þegar greiðsla hefur átt sér stað. Með því að greiða í vísindasjóð færðu í raun kaupauka á hverjum mánuði, greiddan út í upphafi næsta árs.
Mótframlag í vísindasjóð
Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum
Önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg 1,5% af dagvinnulaunum
Almennur vinnumarkaður 1,5% af dagvinnulaunum