Nýttu þér persónulega ráðgjöf okkar sérfræðinga varðandi allt sem tengist kjaramálum, réttindum og starfsþróun.
Viska leggur áherslu á gott samstarf við launagreiðendur síns félagsfólks. Slíkt samstarf er bæði félagsfólki og vinnuveitendum í hag. Hér á vefnum er sérstök upplýsingasíða fyrir launagreiðendur og þeim er einnig velkomið að senda okkur fyrirspurn.
Á starfsævinni geta komið upp margvíslegar aðstæður þar sem mikilvægt er að þekkja sín kjara- og réttindamál vel. Hér er hægt að kynna sér vinnurétt allt frá ráðningu til starfsloka.
Við hjá Visku leggjum okkur fram um að taka vel á móti einstaklingum sem starfa sjálfstætt. Sífellt fleiri kjósa að vera sjálfstætt starfandi enda hefur það marga kosti að geta stjórnað bæði vinnutíma sínum og starfsumhverfi.
Með símenntun bætir þú stöðu þína á vinnumarkaði, eykur starfsöryggi þitt og starfsánægju. Viska býður félagsfólki sínu upp á fjölbreytt úrval námskeiða og fræðslufyrirlestra.