Laun og launahækkanir
Mismunandi er hvernig laun félagsfólks Visku eru ákveðin eftir því hvort þau starfa hjá fyrirtækjum á almenna markaðnum eða stofnunum á opinbera markaðnum. Á almennum markaði fær félagsfólk greidd markaðslaun en launakjör á opinberum markaði ráðast af samspili miðlægra kjarasamninga, stofnanasamninga hjá ríki og starfsmatskerfis hjá sveitarfélögum.
Hvernig eru laun á vinnumarkaði ákveðin?
Kjarasamningur félagsins við SA er ótímabundinn réttindasamningur sem þýðir að í honum eru ekki fastir taxtar eða fastar launahækkanir. Það þýðir samt sem áður ekki að laun fólks á almenna markaðinum eigi ekki að hækka. Eftirfarandi kemur fram í samningnum.
Laun og önnur starfskjör háskólamanna eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns og er gert ráð fyrir að starfsmaður geti árlega óskað eftir viðtali við yfirmann um breytingar á starfskjörum. Æskilegt er að vinnuveitandi hafi frumkvæði að viðtölum við alla starfsmenn sem undir þennan kjarasamning falla, enda hafa starfsmenn væntingar um árlegt viðtal þar sem rædd er frammistaða, starfsumhverfi og þróun launa. Í viðtali um hugsanlegar breytingar á starfskjörum geta vinnuveitandi og starfsmaður m.a. haft til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og almenna launaþróun háskólamanna, stöðu fyrirtækis og hvernig árangur og frammistaða starfsmanns í starfi hefur áhrif á hans persónubundnu launaþróun. Í því sambandi getur formlegt mat á árangri og frammistöðu verið góður grundvöllur að málefnalegri niðurstöðu.Ef þú vilt frekari útskýringu á þessu þá skaltu hafa samband.
Félagsfólk Visku hefur rétt á að óska árlega eftir viðtali við yfirmann um breytingar á starfskjörum. Gott er að undirbúa sig vel fyrir þessi viðtöl en við getum aðstoðað þig við það.
Í miðlægum kjarasamningi Visku við ríkið eru almenn ákvæði um réttindi og skyldur, s.s. vinnutíma, orlof og veikindarétt og auk almennra launahækkana. Miðlægir kjarasamningar tryggja lágmarkskjör og réttindi félagsfólks Visku. Ásamt launatöflum eru í samningunum að finna ákvæði um launahækkanir, orlof, viðbótagreiðslur, fræðslu og önnur réttindi.
Í stofnasamningum Visku við ríkisstofnanir, sem eru hluti kjarasamninga, er hins vegar samið um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamninga að þörfum stofnana og starfsmanna með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnunum sérstöðu. Stofnanir hafa síðan tækifæri til að umbuna starfsmönnum sínum á grundvelli mats á persónu-og tímabundnum þáttum, svo sem menntun, reynslu, og frammistöðu.
Störf hjá ríkinu eru skráð í launaflokka og fylgja þeir launatöflu Visku við ríkið.
Félagsfólk Visku hefur rétt á að óska árlega eftir viðtali við yfirmann um breytingar á starfskjörum. Gott er að undirbúa sig vel fyrir þessi viðtöl en við getum aðstoðað þig við það.
Laun félagsfólks Visku sem starfa hjá sveitarfélögum byggja annars vegar á miðlægum heildarkjarasamningum Visku við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Hins vegar fara svo laun félagsmanna eftir starfsmatskerfinu SAMSTARF sem raðar starfsmönnum í launaflokka eftir ábyrgð og álagi sem starfinu fylgir. Sérstök launatafla er fyrir Reykjavíkurborg og sérstök fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.
Félagsfólk Visku hefur rétt á að óska árlega eftir viðtali við yfirmann um breytingar á starfskjörum. Gott er að undirbúa sig vel fyrir þessi viðtöl en við getum aðstoðað þig við það.
Launaviðtalið
Mikilvægt er að undirbúa sig gríðarlega vel með því að rannsaka hvaða laun eða annars konar greiðslur aðrir sem eru í svipuðum störfum, með svipaða menntun, með svipaða ábyrgð o.s.frv. eru að fá í laun. Þú þarft því að fara vel yfir markaðslaun á þínu sviði og í þínu fagi. Hugsaðu um launaviðtalið sem samningaviðræður, til að ná samningum sem eru ekki persónulegir heldur til þess gerðir að ná sem bestri niðurstöðu, fyrir báða aðila.
Til þess að fá upplýsingar um laun þá getur þú haft samband við okkur og einnig skoðað hinar ýmsu upplýsingar um laun.
Laun eftir stéttarfélögum hjá ríkinu.
Laun fullvinnandi launafólks eftir starfi og kyni 2014-2022
Laun eftir atvinnugrein, starfsstétt og kyni 2014-2022
Laun eftir launþegahópi, starfsstétt og kyni 2014-2022
Þegar þú hefur lokið við að undirbúa þig þá skalt þú hafa samband við yfirmann þinn og bóka sérstakt launaviðtal. Það er mikilvægt að gera slíkt því að launamál starfsmanna er best að ræða í góðu rúmi og með þeim hætti að bæði þú og yfirmaður þinn áttið ykkur á því hver tilgangur samtalsins er.
Launafólk á almenna markaðnum á rétt á launaviðtali einu sinni á ári. Mikilvægt er að undirbúa sig vel undir þetta samtal. Í þessu viðtali ert þú að semja fyrir þig.
Skoðaðu markaðinn
Farðu yfir markaðskjör fyrir þitt starf. Kynntu þér launakjör sem tíðkast í þínu fagi, hvað fólk sem vinnur svipuð störf og hefur svipaða menntun er að fá í laun. Kíktu á launakannanir og launarannsóknir og spurðu vinafólk og samstarfsaðila hvað þau eru með í laun. Hafðu samband við stéttarfélagið þitt Visku til að fá yfirsýn yfir markaðinn.
Þekktu þitteigið virði
Farðu yfir styrkleika þína og hæfni. Settu niður á blað hvernig þú hefur staðið þig í vinnu og hvaða virði þú hefur gefið vinnustaðnum á liðnu ári. Hefur þú aukið færni þína á liðnu ári með því að fara í endurmenntun eða starfsþróun? Hefur þú tekið þátt í einhverju starfi á vinnustaðnum þínum sem stendur ekki í starfslýsingu þinni en hefur sannarlega eflt vinnustaðinn? Settu það á blað.
Farðu yfir veikleika þína. Hvar getur þú bætt þig í starfi? Eru einhver svið þar sem þú þarft að bæta við færni þína? Þú átt rétt á sækja starfsþróun og endurmenntun á þínu sviði og getur rætt um möguleika á því í launaviðtali.
Þekktu starfið þitt
Farðu yfir starfslýsinguna þína og veltu fyrir þér hvort hún eigi enn við. Skráðu viðfangsefnin í starfi þínu og verkefni. Hafa orðið einhverjar breytingar á starfinu þínu eða þeim kröfum sem lagðar eru á þig? Berðu meiri ábyrgð eða hafa orðið breytingar á ábyrgðarsviði þínu? Er meira álag á þér í starfi? Hafa vinnuaðstæður þínar breyst? Settu þetta allt niður á blað.
Settu þér raunhæf markmið
Settu þér markmið með samningaviðræðunum. Vilt þú semja eingöngu um hærri laun eða ertu að leita að öðrum breytingum á kjörum þínum, svo sem stöðuhækkun, aukinn sveigjanleika, styrki fyrir tækjabúnað eða íþróttir, tækifæri til starfsþróunar og svo framvegis?
Veltu fyrir þér þörfum atvinnurekandans. Hvað heldur þú að hann sé reiðubúinn til að semja um? Vertu tilbúin/n/ð að sýna sveigjanleika til að ná fram markmiðum þínum.
Samningatækni
Kynntu þér listina að semja. Félagsfólk Visku getur sótt rafrænt námskeið í samningatækni hjá Akademias sér að kostnaðarlausu. Þú getur skráð þig hér þig í Akademias.
Næstu launahækkanir
Laun hækka frá og með 1. apríl 2024 skv. útfærslu í þessum launatöflum.Laun hækka frá og með 1. apríl 2023 skv. útfærslu í þessari launatöflu.
Laun hækka frá og með 1. apríl 2023 skv. útfærslu í þessari launatöflu.
Viska er með kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) og í honum er kveðið á um að hækkanir á almennum markaði nái til félagsfólks Visku. Laun félagsfólks Visku sem starfar á almennum vinnumarkaði eiga að hækka í takt við þær kjarasamningsbundnu hækkanir sem samið er um á almennum markaði.
Eftirfarandi kemur fram í samningnum við SA.
Laun og önnur starfskjör háskólamanna eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns og er gert ráð fyrir að starfsmaður geti árlega óskað eftir viðtali við yfirmann um breytingar á starfskjörum. Æskilegt er að vinnuveitandi hafi frumkvæði að viðtölum við alla starfsmenn sem undir þennan kjarasamning falla, enda hafa starfsmenn væntingar um árlegt viðtal þar sem rædd er frammistaða, starfsumhverfi og þróun launa. Í viðtali um hugsanlegar breytingar á starfskjörum geta vinnuveitandi og starfsmaður m.a. haft til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og almenna launaþróun háskólamanna, stöðu fyrirtækis og hvernig árangur og frammistaða starfsmanns í starfi hefur áhrif á hans persónubundnu launaþróun. Í því sambandi getur formlegt mat á árangri og frammistöðu verið góður grundvöllur að málefnalegri niðurstöðu.Þetta þýðir að félagsfólk í Visku sem starfar á almennum vinnumarkaði og vinnur eftir kjarasamningi félagsins við SA á rétt á a.m.k. einu launaviðtali á ári sem æskilegt er að vinnuveitandi eigi frumkvæði að því að boða. Þar getur félagsmaður samið um breytingar á sínum kjörum, t.d. hækkun á launum sínum eða hvað annað sem vinnuveitandi og félagsmaður koma sér saman um. Þegar kemur að launahækkunum þá skal hafa til hliðsjónar þær launabreytingar sem almennt er samið um á almennum markaði.
Í síðustu kjarasamningum sem vour samþykktir á almennum markaði er kveðið á um eftirfarandi lágmarkshækkanir.
- 1. janúar 2025: 3,50%
- 1. janúar 2026: 3,50%
- 1. janúar 2027: 3,50%
Félagsfólk í Visku sem starfar á almennum markaði á að lágmarki rétt á þessum hækkunum. Ef þú hefur ekki fengið þessa hækkun þá skaltu óska eftir launaviðtali við vinnuveitanda þinn og athugaðu að sérfræðingar Visku geta aðstoðað þig við að undirbúa þig undir viðtalið.
Laun hækka frá og með 1. apríl 2023 skv. útfærslu í launatöflu sem má finna neðst í þessum kjarasamningi.
Fyrri launahækkanir
- 1,65% til útfærslu menntunarákvæða frá og með 1. júní 2016.
- Eingreiðsla 1. júní 2017 - 63.000 kr.
- 1. júní 2018 hækka laun um 2%
- 1. febrúar 2019 sérstök eingreiðsla, 70.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2019 - 105.000.
- 1. apríl 2019: Laun hækka um 17.000
- 1. apríl 2020: Laun hækka um 18.000
- 1. janúar 2021: Laun hækka um 15.750
- 1. janúar 2022: Laun hækka um 17.250
- 1. maí 2022: Hagvaxtarauki skv. lífkjarasamningunum. Laun ríkisstarfsmanna hækka um 10.500 krónum á mánuði og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu sem nemur 7.875 kr.
- 1. apríl 2023: Laun hækkuðu skv. þessari launatöflu.
20. febrúar 2017 - Félög utan starfsmats kjósa á milli leiðar A og leiðar B.- Ný launatafla 1. júní 2017 fyrir félög í starfsmati og 3% hækkun launatöflu fyrir félög utan starfsmats.
- Launatöflu hækkun um 3% 1. júní 2018 fyrir félög í starfsmati.
- Eingreiðsla 1. febrúar 2019 fyrir félög í starfsmati - 58.000 kr.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2019 - 105.000.
- 1. apríl 2020: Laun hækka um 24.000 kr.
- 1. janúar 2021: Laun hækka um 24.000 kr.
- 1. janúar 2022 : Laun hækka um 25.000 kr.
- 1. apríl 2022: Hagvaxtarauki skv. lífkjarasamningunum. Launatöflur sveitarfélaganna hækka sem nemur 10.500 krónum á mánuði
- Launatöfluhækkun um 3% þann 1. júní 2017.
- Launatöfluhækkun um 3,4% frá 1. júní 2018
- Eingreiðsla 1. maí 2019 - kr. 58.000.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2019 - 100.000.
- Eingreiðsla 1. nóvember 2019 - 80.000.
- 1. Janúar 2020: Laun hækka um 17.000 kr.
- Eingreiðsla 1. ágúst 2020 - 35.580.
- 1. Janúar 2021: Laun hækka um 24. 000 kr.
- 1. janúar 2022 Laun hækka um 25.00 kr.
- 1. apríl 2022: Hagvaxtarauki skv. lífkjarasamningunum. Launatöflur sveitarfélaganna hækka sem nemur 10.500 krónum á mánuði
- 1. maí 2017: Laun hækka almennt um 4,5%.
- 1. maí 2018: Laun hækka almennt um 3%.
- 1. apríl 2019: Öll laun hækka um 17.000. kr. á mánuði frá og með 1. apríl.
- 1. apríl 2020: Öll laun hækka um 18.000. kr. á mánuði frá og með 1. apríl.
- 1. janúar 2021: Öll laun hækka um 15.750. kr. á mánuði frá og með 1. janúar.
- 1. janúar 2022: Öll laun hækka um 17.250. kr. á mánuði frá og með 1. janúar.
- 1. apríl 2022: Öll laun hækka um 7.875. kr. á mánuði frá og með 1. apríl.
- 1. nóvember 2022: Öll laun hækka um 6,75%
- 1. febrúar 2024: Öll laun hækka um 3,25%
- 1,65% til útfærslu menntunarákvæða frá og með 1. júní 2016.
- Eingreiðsla 1. júní 2017 - 63.000 kr.
- 1. apríl 2019: Laun hækka um 17.000 kr.
- 1. apríl 2020: Laun hækka um 18.000 kr.
- 1. Janúar 2021: Laun hækka um 15.750 kr.
- 1. Janúar 2022: Laun hækka um 17.250 kr.