Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Ráðn­ing til starfa

          Félagsfólk í Visku vinnur fjölbreytt störf á öllum sviðum samfélagsins, hjá hinu opinbera og í fyrirtækjum á almennum markaði. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur Visku vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.

          Hvaða lög og reglur gilda um ráðningar?

          Ráðning starfsfólks ríkisins og starfsfólks sveitarfélaga telst vera ákvörðun um rétt eða skyldu manna í merkingu stjórnsýslulaga. Við ráðningar í störf hjá hinu opinbera ber stjórnvöldum því að fylgja stjórnsýslu­lögum og almennum grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undirbúning ráðningar og mat á hæfni umsækjenda. Þar á meðal er sú óskráða regla, sem m.a. hefur mótast af úrlausnum dómstóla, að ráða beri þann hæfasta úr hópi umsækjenda miðað við þær kröfur sem gerðar eru í lögum, ef við á, auglýsingu og þau sjónarmið sem sá sem ræður í starfið ákveður að byggja á, sbr. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10135/2019. Um ráðningarmál starfsfólks á almennum vinnumarkaði gilda almenn ákvæði kjarasamninga um gerð ráðningarsamnings, ákvæði laga um bann við mismunun á grundvelli kyns eða annarra þátta, og önnur almenn ákvæði vinnulöggjafarinnar. Ekki er skylt að auglýsa störf á hinum almenna vinnumarkaði laus til umsóknar.

          Starfsfólk ríkisins

          Starfsfólk sveitarfélaga

          Starfsfólk á almennum vinnumarkaði