Beint í efni
Allt um þín réttindi

At­vinnu­leit

Leit að starfi er heilmikið verkefni sem krefst tíma, þekkingar og góðra verkfæra. Mikilvægt er að skipuleggja sig, setja sér markmið og huga að næstu skrefum svo að atvinnuleitin verði áhrifaríkari og takmarkið náist sem fyrst. Vinnumálastofnun hefur tekið saman góðar upplýsingar um hvernig eigi að hátta málum þegar þú ert í atvinnuleit.

Góð ráð í atvinnuleit

Ýmsar leiðir eru mögulegar í atvinnuleit, því miður er ekki hægt að segja hver þeirra kemur til með að ráða úrslitum. Hins vegar hefur það sýnt sig að því fleiri leiðir sem nýttar eru því meiri eru möguleikarnir. Hafa ber í huga að lítill hluti af lausum störfum er auglýstur opinberlega því skiptir frumkvæði og áræðni þeirra sem eru í atvinnuleit miklu máli. Nauðsynlegt er að hafa allar klær úti, nota hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir og huga að atvinnuleitinni eins og hverri annarri vinnu.

Ungur maður situr við glugga og talar í síma