Beint í efni
Fólk að tala saman á bryggju og benda

Kjör og rétt­indi

Á íslenskum vinnumarkaði eru kjör og réttindi ákveðin í gegnum miðlæga kjarasamninga. Þar er kveðið á um lágmarkskjör og lágmarksréttindi. Viska gerir kjarasamninga fyrir hönd síns félagsfólks.

Yf­ir­sýn yfir kjara­samn­inga

Gagnvirkt leit auðveldar þér að leita í kjarasamningum. Þú getur líka óskað eftir því að við höfum samband við þig til að ræða um allt sem tengist þínum starfskjörum og réttindum.

  • Kjarasamningar

    Viska gerir kjarasamninga fyrir hönd sinna félaga. Þessir miðlægu samningar eru sá grunnur sem mögulegir stofnana- eða fyrirtækjasamningar byggja síðan ofan á, eftir því sem við á hjá hverjum vinnustað. Hér er að finna gildandi kjarasamninga Visku við sína viðsemjendur.

    Lesa nánar
  • Starfsmat sveitarfélaga

    Starfsmat er kerfi sem notað er til að leggja mat á hvaða ábyrgð og skyldur starf felur í sér og hvaða kröfur þarf að gera til starfsmannsins sem því sinnir. Kerfið var hannað til að hægt væri að leggja samræmt mat á ólík störf og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf.

    Lesa nánar
  • Vinnuréttur

    Á starfsævinni geta komið upp margvíslegar aðstæður þar sem mikilvægt er að þekkja sín kjara- og réttindamál vel. Hér er hægt að kynna sér vinnurétt allt frá ráðningu til starfsloka.

    Lesa nánar
  • Trúnaðarmenn

    Trúnaðarmaður er félagi í stéttarfélagi sem hefur verið tilnefndur af starfsmönnum eða félaginu sjálfu sem fulltrúi þess á vinnustað.

    Lesa nánar
  • Stofnanasamningar

    Viska gerir stofnanasamninga við stofnanir á vegum ríkisins. Stofnanasamningur er sérstakur samningur milli stofnunar og stéttarfélags þar sem ákveðnir hlutar kjarasamnings eru aðlagaðir að þörfum stofnunar og starfsfólks hennar.

    Lesa nánar
  • Allt um laun

    Mismunandi er hvernig laun félagsfólks Visku eru ákveðin eftir því hvort þau starfa hjá fyrirtækjum á almenna markaðnum eða stofnunum á opinbera markaðnum. Á almennum markaði fær félagsfólk greidd markaðslaun en launakjör á opinberum markaði ráðast af samspili miðlægra kjarasamninga, stofnanasamninga hjá ríki og starfsmatskerfis hjá sveitarfélögum.

    Lesa nánar
Manneskja sem sést ekki að labba

Visku­mol­ar

Viskumolar er fjölbreytt safn gagnlegra upplýsinga um tiltekin atriði sem varða lífið á vinnumarkaði. Með þeim er hægt að nálgast allar upplýsingar á einum stað.