Beint í efni
Kona situr og horfir á hafið
Viskumolar

Vegna frá­falls

Höfundur

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

kjara- og réttindamál

Þegar andlát á sér stað þurfa ættingjar að huga að ýmsum praktískum málum til viðbótar við að takast á við sorg og missi. Sjúkrasjóður og Styrktarsjóður BHM greiða dánarbætur vegna andláts félagsfólks Visku og einnig getur félagsfólk sótt um dánarbætur vegna fráfalls barns, andvana fæðingar eða fósturláts. Þá tryggja kjarasamningar ákveðinn rétt eftirlifandi maka. Auk þess er ástæða til að kanna hvort réttindi séu fyrir hendi hjá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðum.