Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Sitjandi manneskjur þar sem mynd er tekin ofan frá
          Fréttir

          Fyrsti kjara­samn­ing­ur Visku og Fé­lags at­vinnu­rek­enda

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Viska og Félag atvinnurekenda (FA) undirrituðu í dag nýjan kjarasamning. Með þessum samningi verður til fyrsti kjarasamningurinn fyrir félagsfólk Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA en um leið er hann nýr valkostur fyrir háskólamenntaða sérfræðinga á þeim vettvangi.

          Kjarasamningurinn gildir frá 1. nóvember 2024 til 1. febrúar 2028 og er í öllum meginatriðum í samræmi við aðra samninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði í yfirstandandi kjaralotu. Kjarasamningurinn er jafnframt sá fyrsti sem FA gerir við aðildarfélag BHM.

          Samningurinn fer nú til kynningar og atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA.

           „Nú geta sérfræðingar á almenna markaðnum valið úr fleiri stéttarfélögum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við FA og sjáum fjölmörg tækifæri í því að efla þjónustu við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði,“ segir Kristmundur Þór Ólafsson, varaformaður Visku.

          Starfsmenn sem eiga aðild að Visku starfa hjá um 20 aðildarfyrirtækjum FA. „Hjá félagsmönnum FA starfar nú umtalsverður hópur félagsmanna í Visku. Með gerð kjarasamnings milli félaganna eru réttindi þessa hóps betur tryggð, sem er sameiginlegt hagsmuna- og metnaðarmál þeirra atvinnurekenda og launþega, sem eiga í hlut,“ sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

          Undirritun kjarasamnings milli FA og Viska