Beint í efni
Ung kona og ungur maður standa við hvítan vegg
Viskumolar

Ég var að út­skrif­ast

Höfundur

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

kjara- og réttindamál

Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.

Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.

Atvinnuleit er verkefni sem krefst góðs undirbúnings, tíma og þolinmæði.

Á þessum tímapunkti er gott að gefa sér tíma til að finna hvaða stéttarfélag hentar þér best. Viska er góður valkostur fyrir fólk með háskólamenntun af ýmsu tagi eða fólk sem gegnir sérfræðistarfi sem krefst þekkingar sem alla jafna er á háskólastigi. Við veitum þér fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf um kjör þín og réttindi.

Hvernig finn ég rétta starfið?

  • Leggðu vinnu í að gera góða ferilskrá og kynningarbréf
  • Fylgstu vel með atvinnuauglýsingum og svaraðu þeim sem vekja áhuga
  • Skráðu þig hjá ráðningarþjónustu
  • Hafðu beint samband við fyrirtæki og stofnanir sem þér þykja áhugaverð
  • Skráðu  þig á samfélagsmiðilinn LinkedIn til að koma þér á framfæri

Viska getur aðstoðað þig við undirbúning starfsviðtals og leiðbeint þér varðandi kjör og réttindi.

Þegar þér hefur boðist starf sem þig langar að þiggja er mikilvægt að huga að kjara- og réttindamálum. Farðu vel yfir ráðningarsamninginn og fáðu útskýringar á því sem þér finnst óljóst.

Viska getur aðstoðað þig við að fara yfir ráðningarsamning og leiðbeint þér um viðeigandi launakjör.

Starfsvettvangur

Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú vilt starfa.

Ítarefni

Hér að finna alskonar ítarefni sem getur komið að góðum notum.