Ég var að útskrifast
Höfundur
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.
Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.
Atvinnuleit er verkefni sem krefst góðs undirbúnings, tíma og þolinmæði.
Á þessum tímapunkti er gott að gefa sér tíma til að finna hvaða stéttarfélag hentar þér best. Viska er góður valkostur fyrir fólk með háskólamenntun af ýmsu tagi eða fólk sem gegnir sérfræðistarfi sem krefst þekkingar sem alla jafna er á háskólastigi. Við veitum þér fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf um kjör þín og réttindi.
Hvernig finn ég rétta starfið?
- Leggðu vinnu í að gera góða ferilskrá og kynningarbréf
- Fylgstu vel með atvinnuauglýsingum og svaraðu þeim sem vekja áhuga
- Skráðu þig hjá ráðningarþjónustu
- Hafðu beint samband við fyrirtæki og stofnanir sem þér þykja áhugaverð
- Skráðu þig á samfélagsmiðilinn LinkedIn til að koma þér á framfæri
Viska getur aðstoðað þig við undirbúning starfsviðtals og leiðbeint þér varðandi kjör og réttindi.
Þegar þér hefur boðist starf sem þig langar að þiggja er mikilvægt að huga að kjara- og réttindamálum. Farðu vel yfir ráðningarsamninginn og fáðu útskýringar á því sem þér finnst óljóst.
Viska getur aðstoðað þig við að fara yfir ráðningarsamning og leiðbeint þér um viðeigandi launakjör.
Starfsvettvangur
Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú vilt starfa.
Í kjarasamningi Visku við ríkið eru almenn ákvæði um réttindi og skyldur, svo sem vinnutíma, orlof og veikindarétt auk þess sem kveðið er á um almennar launahækkanir. Í kjarasamningnum er einnig fjallað um stofnanasamninga sem Viska gerir við margar stofnanir ríkisins.
Í stofnanasamningum semur Viska við einstakar stofnanir um tiltekna þætti kjarasamningsins. Í gegnum stofnanasamninga hafa stofnanir tækifæri til að umbuna starfsfólki sínu á grundvelli mats á persónu- og tímabundnum þáttum, svo sem menntun, reynslu og frammistöðu.
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að margvíslegum sjóðum og styrkjum sem atvinnurekandi greiðir í fyrir starfsfólk. Hlutverk sjóðanna er að standa við bakið á félagsfólki Visku vegna alvarlegra veikinda eða slysa eftir að veikindaréttur klárast hjá atvinnurekanda, ásamt því að veita almenna styrki sem tengjast líkama og sál.
Dæmi um styrki sem eru í boði fyrir félagsfólk Visku eru:- Sjúkradagpeningar
- Líkamsrækt
- Sálfræðiþjónusta
- Sjúkraþjálfun
- Kírópraktor
- O.fl.
Orlofsréttur ríkisstarfsmanna er 30 vinnudagar miðað við fullt starf (frá 1.11.2024: 216 stundir miðað við 36 virkar vinnustundir á viku). Ávinnsla orlofs miðast við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl og tímabil sumarorlofs er 1. maí til 15. september. Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að beiðni yfirmanns, lengist sá hluti orlofsins um 25%. Orlof er skipulagt í samstarfi við yfirmann.
Ríkisstarfsmaður sem unnið hefur í fjögur ár hjá sömu stofnun á rétt á leyfi til að stunda endurmenntun/framhaldsnám. Í leyfinu skal starfsmaður halda reglubundnum launum. Starfsmaður ávinnur sér tveggja vikna leyfi á hverju ári. Þó getur uppsafnaður réttur aldrei orðið meiri en 6 mánuðir.
Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg notast við starfsmatskerfi til að tryggja að starfsfólki séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum hætti og hægt er, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni.
Verkefnastofa Starfsmats sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og samningsaðila þeirra, þar á meðal Visku.
Starfsmatskerfið er greiningartæki sem metur með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsfólks, óháð hæfni þeirra sem þau vinna. Störf eru sett í launaflokka á grundvelli þess mats.
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að margvíslegum sjóðum og styrkjum sem atvinnurekandi greiðir í fyrir starfsfólk. Hlutverk sjóðanna er að standa við bakið á félagsfólki Visku vegna alvarlegra veikinda eða slysa eftir að veikindaréttur klárast hjá atvinnurekanda, ásamt því að veita styrki sem tengjast líkama og sál.
Dæmi um styrki sem eru í boði fyrir félagsfólk Visku eru:- Sjúkradagpeningar
- Líkamsrækt
- Sálfræðiþjónusta
- Sjúkraþjálfun
- Kírópraktor
- O.fl.
Orlofsréttur starfsfólks sveitarfélaga er 30 vinnudagar (eða 240 stundir) miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs miðast við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl og tímabil sumarorlofs er 1. maí til 30. september. Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að beiðni yfirmanns, lengist sá hluti orlofsins um 25%. Orlof er skipulagt í samstarfi við yfirmann.
Starfsfólk sveitarfélaga á rétt á launuðu leyfi til þess að stunda viðurkennt framhaldsnám. Hjá Reykjavíkurborg ávinnst rétturinn eftir fjögur ár í starfi. Starfsfólk ávinnur sér tveggja vikna leyfi á hverju ári en uppsafnaður réttur getur aldrei orðið meiri en 6 mánuðir.
Hjá öðrum sveitarfélögum ávinnst rétturinn til launaðs námsleyfis eftir fimm ár í starfi. Heimilt er að veita launað leyfi í 3 mánuði á hverjum fimm árum.
Launað námsleyfi er ekki veitt til almenns framhaldsnáms, heldur er miðað við að starfsfólk afli sér viðbótarþekkingar sem nýtist á sérsviði þeirra í starfi.
Laun og önnur starfskjör háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli launagreiðanda og starfsmanns. Gert er ráð fyrir að starfsmaður geti óskað eftir launaviðtali við yfirmann sinn árlega. Samtök atvinnulífsins (SA) gera ráð fyrir að allar almennar launahækkanir skili sér til starfsfólks á almennum vinnumarkaði.
Markmið kjarasamnings Visku og SA er að tryggja félagsfólki Visku sem starfar á almennum vinnumarkaði sambærileg réttindi og launafólki í öðrum stéttarfélögum á almennum vinnumarkaði.
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að margvíslegum sjóðum og styrkjum sem atvinnurekandi greiðir í fyrir starfsfólk. Hlutverk sjóðanna er að standa við bakið á félagsfólki Visku vegna alvarlegra veikinda eða slysa eftir að veikindaréttur klárast hjá atvinnurekanda, ásamt því að veita styrki sem tengjast líkama og sál.
Dæmi um styrki sem eru í boði fyrir félagsfólk Visku eru:- Sjúkradagpeningar
- Líkamsrækt
- Sálfræðiþjónusta
- Sjúkraþjálfun
- Kírópraktor
- O.fl.
Lágmarksorlof er 24 virkir dagar miðað við fullt ársstarf og orlofslaun nema 10,17%. Ávinnsla orlofs miðast við orlofsárið sem er frá 1. maí til 30. apríl.
Starfsmaður sem unnið hefur 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.
Starfsmaður sem unnið hefur 5 ár hjá sama atvinnurekanda á rétt á 27 virkum dögum og 11,59% orlofslaunum.
Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár hjá sama atvinnurekanda á rétt á 30 virkum dögum og 13,04% orlofslaunum.
Starfsfólk á rétt á orlofi í að minnsta kosti fjórar vikur (20 virka daga), á tímabilinu 2. maí til 15. september. Þau sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á orlofstímabilinu og þurfa að taka orlof utan orlofstímabilsins eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.
Starfsfólk getur óskað eftir námsleyfi en mat fyrirtækis ræður úrslitum um hvaða námskeið eða ráðstefnur verða fyrir valinu og hvort forsendur séu fyrir veitingu námsleyfis.
Ítarefni
Hér að finna alskonar ítarefni sem getur komið að góðum notum.