Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Atvinnurekendum er skylt að koma upp hlutlægu, áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi vegna skráningar á vinnutíma starfsmanna sinna þar sem meðal annars koma fram upplýsingar um:

          • daglegan og vikulegan vinnutíma,
          • á hvaða tíma sólarhrings unnið er, og
          • samfelldan hvíldartíma og vikulegan frídag.

          Einnig skulu skráðar upplýsingar um tilvik þar sem vikið hefur verið frá reglum um hvíldartíma og vikulegan frídag sem og upplýsingar um hvort starfsmenn hafi í slíkum tilvikum fengið hvíld síðar.

          Nægjanlegt er að vinnutími starfsmanns sé skráður í ráðningarsamningi sé vinnutími hans reglubundinn að jafnaði og skulu frávik frá þeim vinnutíma þá skráð sérstaklega í samræmi við framangreindar reglur.

          Starfsmaður skal eiga þess kost að nálgast upplýsingar um skráningu síns vinnutíma, frávik o.s.fr. 12 mánuði aftur í tímann.

          Framgreind ákvæði um skráningu vinnutíma koma fram í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

          Í lögunum er ekki gerð krafa um tiltekna aðferð eða tækni við skráningu vinnutíma.

          Gögn þessi koma frá BHM, seinast uppfærð 29. febrúar 2024.