Almennur vinnumarkaður
Grunnreglur samkvæmt lögum um orlof
Samkvæmt lögum á launamaður rétt á lágmarksorlofi sem nemur 24 virkum dögum (þ.e. fjórar vikur) á hverju orlofsári.
Orlofslaun skulu nema að minnsta kosti 10,17% af heildarlaunum.
Orlofsárið telst frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.
Orlof skal veitt á sumarorlofstímabilinu frá 2. maí til 15. september, ef unnt er.
Kjarasamningur SA og BHM
Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og aðildarfélaga BHM (kafli 3) tryggir stigvaxandi orlofsrétt miðað við starfsaldur og starfsgrein, sem í sumum tilvikum fer fram úr lágmarksréttindum samkvæmt orlofslögum.
Lágmarksorlof og ávinnsla
- Lágmarksorlof fyrir fullt ársstarf er 24 virkir dagar.
- Orlofslaun nema 10,17%.
- Orlofsréttur byggist á ávinnslu á orlofsárinu (1. maí til 30. apríl).
Orlofsauki
Starfsmaður öðlast aukinn rétt til orlofs eftir starfsaldri:
- 5 ár í sömu starfsgrein: 25 dagar og 10,64% orlofslaun.
- 5 ár hjá sama atvinnurekanda: 27 dagar og 11,59%.
- 10 ár hjá sama atvinnurekanda: 30 dagar og 13,04%.
Breytingar 1. maí 2026
Frá og með orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026 gildir eftirfarandi:
- 6 mánuðir í sama fyrirtæki: 25 dagar og 10,64%.
- 5 ár í sömu starfsgrein: 26 dagar og 11,11%.
- 4 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein: 28 dagar og 12,07%.
- 6 ár í sama fyrirtæki: 30 dagar og 13,04%.
Réttur sem starfsmaður hafði áður hjá fyrri atvinnurekanda endurnýjast eftir tveggja ára starf hjá nýjum, ef hægt er að sýna fram á hann.
Orlofstaka
- Veita skal a.m.k. 20 daga orlof á tímabilinu 2. maí – 15. september.
- Ef það tekst ekki, og það er vegna beiðni atvinnurekanda, þá á starfsmaður rétt á 25% álagi á þá daga sem vantar upp í 20 daga.
Upplýsingar
Aðildarfélög BHM veita félagsfólki nánari upplýsingar um orlofsréttindi fólks á almennum vinnumarkaði samkvæmt lögum og kjarasamningi SA og BHM.
Gögn þessi koma frá BHM, seinast uppfærð 25. júní 2025.