Beint í efni
Kona út að ganga með barnavagn
Fréttir

Mik­il­vægt að fylgjast með or­lof­s­upp­bót­inni

Höfundur

Júlíana Guðmundsdóttir

Júlíana Guðmundsdóttir

lögmaður hdl.

Það er mikilvægt að launafólk fylgist vel með hvort orlofsuppbót skili sér ekki með launagreiðslu þess mánaðar sem við á með því að skoða launaseðil sinn.

Þar sem Viska hefur ekki gengið til samninga við viðsemjendur sína er orlofsuppbótin sú sama og var árið 2023. Upphæðin hjá ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélögum er kr. 55.700 kr. og á almennum vinnumarkaði er hún 58.000 kr. Skattur, lífeyrissjóðsiðgjald og félagsgjald greiðist af orlofsuppbót.

Orlofsuppbót miðast við fullt starf næstliðið orlofsár, en reiknast annars hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/13 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.

Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé. Áunnin orlofsuppbót eru gerð upp samhliða starfslokum.

Nánari upplýsingar um orlofsuppbót.