Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Maður á hlaupahjóli
          Fréttir

          Greiða skal fyr­ir all­an ferða­tíma í vinnu­ferð­um

          Höfundur

          Júlíana Guðmundsdóttir

          Júlíana Guðmundsdóttir

          lögmaður hdl.

          Hæstiréttur staðfesti í gær að þegar starfsmaður ferðast erlendis á vegum launagreiðanda þá telst tíminn frá því starfsmaður yfirgefur heimili sitt þar til hann kemur á áfangastað til vinnutíma samkvæmt lögum. Um er að ræða fordæmisgefandi dóm sem gildir um allan vinnumarkað hvort heldur almennan vinnumarkað eða hinn opinbera. Viska var þátttakandi í málarekstrinum.

          Málið snerist um flugvirkja hjá Samgöngustofu sem hafði farið í tvær vinnuferðir erlendis. Báðar ferðirnar hófust snemma morguns á Íslandi og enduðu seint um kvöld eða daginn eftir á áfangastað. Svipað gilti um ferðalagið til baka. Í báðum tilvikum hafði launagreiðandi greitt starfsmanninum laun á tímabilinu frá kl. 8 til 16 dag hvern en neitað að greiða yfirvinnu fyrir og eftir að hefðbundnum vinnutíma lauk.

          Nú hafa héraðsdómur Reykjavíkur, Landsréttur og Hæstiréttur kveðið upp þann dóm að ferðalög á vegum launagreiðanda teljist til vinnutíma, þ.e. frá brottför af heimili til komu á áfangastað. Fordæmisgildið gæti vart verið meira því þessu til viðbótar liggur fyrir ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins að sá tími sem varið sé í ferðalög utan hefðbundins vinnutíma teldjst vinnutími.

          Viska studdi fjárhagslega við málarekstur Flugvirkjafélags Íslands gagnvart ríkinu á öllum dómsstigum þar sem um er að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Visku og allt launafólk á vinnumarkaði.

          Viska hvetur allt félagsfólk sitt sem hefur ferðast á vegum launagreiðanda síðastliðin ár að kanna hjá sínum launagreiðanda hvort það eigi rétt á greiðslu vegna ferðatíma sem ekki fékkst greiddur þegar ferðalagið átti sér stað. Fáist ekki svar eða óljóst svar þá getur félagsfólk haft samband við skrifstofu Visku.

          Dómur Hæstaréttar & álit EFTA-dómstólsins.

          English extract of Judgment