Ég á von á barni
Höfundur
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Ef þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.
Vissir þú að barnshafandi fólk á rétt á að fara frá vinnu til að mæta í mæðraskoðun án þess að laun séu dregin af þeim?
Fæðingarorlof
Þú átt rétt á fæðingarorlofi við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er 12 mánuðir sem skiptist jafnt á milli þeirra. Auk þess er foreldrum heimilt að framselja allt að sex vikur sín á milli henti það þeirra aðstæðum betur.
Mánaðarlegar greiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldris í fullu fæðingarorlofi eru 80% af meðaltali heildarlauna. Greiðslan nemur þó að hámarki 700 þúsund krónum á mánuði (m. v. 1.4.2024).
Foreldrar í Visku geta sótt um styrk frá upphæð 100 þúsund krónur vegna fæðingar barns. Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu og andvana fæðingar.
Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og atvinnurekanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf að loknu fæðingarorlofi.
Það er líka gott að vita að það er óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður sem tengjast meðgöngu eða fæðingu hafa neikvæð áhrif á umsækjendur um starf, stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsfólks.
Þú þarft að tilkynna vinnuveitanda um að þú ætlir að nýta rétt til fæðingarorlofs í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns, ættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur.
Þú átt rétt á að taka fæðingarorlofið í einu lagi en getur líka gert samkomulag við vinnuveitanda um að skipta því niður á fleiri en eitt tímabil og/eða taka fæðingarorlof samhliða minnkuðu starfshlutfalli.
Foreldrar sem eiga von á fjölburum eiga rétt á lengingu fæðingarorlofs um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist lifandi.
Sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur þarftu að sækja um greiðslur í fæðingarorlofi til Vinnumálastofnunar. Ef þú sérð fram á að þurfa að byrja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag þarftu að tilkynna Vinnumálastofnun um það þremur vikum fyrir áætlaðan upphafsdag fæðingarorlofs.
Til að öðlast rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði þarftu að hafa verið í samfelldu starfi á innlendum vinnumarkaði í sex mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns.
Ef vinnuaðstæður þínar eru metnar þannig að þær ógni öryggi eða heilbrigði á meðgöngu, eftir að þú hefur fætt barn eða ert með barn á brjósti þarf að gera ráðstafanir með því að breyta tímabundið vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma þínum.
Ef þú veikist á meðgöngu þannig að þú þurfir leyfi frá störfum eða þarft að hætta störfum í meira en mánuð fyrir áætlaðan fæðingardag gætir þú átt rétt á lengingu fæðingarorlofs.
Það er líka heimilt að lengja fæðingarorlof um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda sem rakin eru til fæðingar og hafa orðið til þess að þú hefur verið ófær um að annast barnið þitt í fæðingarorlofinu.
Ef barn þarf að dvelja á sjúkrahúsi lengur en sjö daga í beinu framhaldi af fæðingu, er alvarlega veikt eða alvarlega fatlað og þarfnast nánari umönnunar má lengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um allt að sjö mánuði.
Foreldraorlof
Þú átt rétt á launalausu foreldraorlofi í fjóra mánuði. Rétturinn til foreldraorlofs stofnast við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Hann fellur niður þegar barnið nær átta ára aldri.
Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og atvinnurekanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf að loknu foreldraorlofi.
Það er líka gott að vita að það er óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður sem tengjast meðgöngu eða fæðingu hafa neikvæð áhrif á umsækjendur um starf, stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsfólks.
Þú átt rétt á að taka foreldraorlof í einu lagi en með samkomulagi við vinnuveitanda má skipta orlofinu upp á fleiri tímabil og/eða taka það samhliða minnkuðu starfshlutfalli.
Ef þú ætlar að nýta réttinn til foreldraorlofs þarftu að tilkynna vinnuveitanda það ekki seinna en sex vikum fyrir áætlaðan upphafsdag.
Ef þú hefur ekki nýtt þér foreldraorlofið áður en barnið verður átta ára, virkjast sá réttur aftur ef barnið greinist fyrir átján ára aldur með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun.
Sorgarleyfi
Ef þú verður fyrir því áfalli að missa fóstur eftir 18 vikna meðgöngu, eignast andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu eða missa barn yngra en 18 ára átt þú rétt á sorgarleyfi.
Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og atvinnurekanda helst óbreytt í sorgarleyfi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf að loknu sorgarleyfi.
Það er líka gott að vita að það er óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður sem tengjast meðgöngu eða fæðingu hafa neikvæð áhrif á umsækjendur um starf, stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsfólks.
Tímalengd sorgarleyfis er misjöfn eftir því hvort um er að ræða fósturlát, andvanafæðingu eða barnsmissi.
Tilkynna þarf vinnuveitanda um töku sorgarleyfis. Greiðslur í sorgarleyfi fara í gegnum Vinnumálastofnun.
Þú átt rétt á að taka sorgarleyfi í einu lagi en gera má samkomulag við vinnuveitanda um að það skiptist niður á fleiri tímabil eða sér nýtt samhliða minnkuðu starfshlutfalli.
Tæknifrjóvgun og ættleiðing
Félagar í Visku geta sótt um styrk vegna tæknifrjóvgunar í gegnum sjóði BHM. Styrkurinn er að hámarki 120 þúsund krónur á 12 mánaða fresti og nær til 30% kostnaðar af reikningi vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða.
Vegna ættleiðingar erlendis frá getur félagsfólk sótt um styrk upp á 170 þúsund krónur vegna útgjalda við utanför til að sækja barn. Einnig er hægt að sækja um styrk í gegnum Fæðingarorlofssjóð vegna ættleiðingar erlendis frá.
Starfsvettvangur
Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú starfar.
Í fæðingarorlofi safnar þú áfram rétti til launaðs sumarorlofs og greiðslu persónu- og orlofsuppbótar.
Í foreldraorlofi heldur þú þeim réttindum sem þú hafðir áunnið sér á upphafsdegi orlofs.
Í sorgarleyfi safnar þú áfram rétti til orlofstöku.
Við töku fæðingarorlofs ertu leyst/ur undan vinnuskyldu á meðan á fæðingarorlofi stendur.
Í fæðingarorlofi safnar þú áfram rétti til launaðs sumarorlofs og greiðslu persónu- og orlofsuppbótar.
Í foreldraorlofi heldur þú þeim réttindum sem þú hafðir áunnið þér á upphafsdegi orlofs.
Í sorgarleyfi safnar þú áfram rétti til orlofstöku.
Við töku fæðingarorlofs ertu leyst/ur undan vinnuskyldu á meðan á fæðingarorlofi stendur.
Í fæðingarorlofi safnar þú rétti til sumarorlofs en ekki rétti til orlofslauna.
Í foreldraorlofi heldur þú þeim réttindum sem þú hafðir áunnið þér á upphafsdegi orlofs.
Í sorgarleyfi safnar þú áfram rétti til orlofstöku.
Við töku fæðingarorlofs ertu leyst/ur undan vinnuskyldu á meðan á fæðingarorlofi stendur.
Ítarefni
Hér að finna alskonar ítarefni sem getur komið að góðum notum.
Hagnýtar upplýsingar um fæðingarorlof
Umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði
Hagnýtar upplýsingar um foreldraorlof
Eyðublað fyrir tilkynningu um töku foreldraorlofs
Hagnýtar upplýsingar um sorgarleyfi
Hagnýtar upplýsingar um ættleiðingarstyrk
Umsókn um fæðingarstyrk frá stéttarfélagi
Umsókn um styrk vegna tæknifrjóvgunar
Umsókn um styrk vegna ættleiðingar
Lög um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020